54 kg af bókum

AFP

Krist­ín Rós Kristjáns­dótt­ir fór nýverið með 54 kg af bókum í flóttamannabúðir í Þessalón­íku í Grikklandi. Verkefni sem hún stendur að „Books 4 Refugees“ er komið úrslit verðlaunasamkeppni en til þess að það eigi möguleika á sigri þá þurfa sem flestir að taka þátt og kjósa verkefnið. 

Frétt mbl.is: Opnar bókasafn í flóttamannabúðum

 Verkefnið er  í úrslitum fyrir Better World Books Literacy Grant 2016 verðlaunin en verðlaunahafinn fær styrk sem myndi nýtast vel í verkefnið í flóttamannabúðunum.

Krist­ín Rós Kristjáns­dótt­ir t.h., ásamt Þór­unni Ólafs­dótt­ur, for­manni sam­tak­anna Akk­eri.
Krist­ín Rós Kristjáns­dótt­ir t.h., ásamt Þór­unni Ólafs­dótt­ur, for­manni sam­tak­anna Akk­eri.

Að sögn Kristínar er hægt að kjósa þangað til á morgun og hún hvetur fólk til þess að taka þátt því þörfin er brýn. 

Hún segir að verkefnið hafi fengið góðar viðtökur og margir sem hafa gefið bækur á arabísku. Fyrsti pakkinn, það er 54 kg af bókum, er þegar kominn í flóttamannabúðirnar og segir Kristín að það hafi verið dásamlegt að fylgjast með börnunum fá bækurnar í hendur. Þau hafi setið klukkutímum saman á gólfinu, lesið og flett bókum, en mörg þeirra hafa aldrei farið í skóla. Önnur hafa ekki getað gengið í skóla í nokkur ár vegna stríðsins heima í Sýrlandi. 

AFP

Samtökin sem standa að verðlaununum hafa þegar styrkt verkefnið Books 4 Refugees og hvöttu Kristínu til þess að sækja um að taka þátt í samkeppninni. Þetta var þegar skilafrestur var að renna út þannig að er frábært að hafa komist í úrslit,“ segir Kristín í samtali við mbl.is.

Að sögn Kristínar er ástandið mjög slæmt í flóttamannabúðum í Norður-Grikklandi en um helmingur þeirra sem þar dvelja eru yngri en átján ára. Fyrst var talið að fólk þyrfti aðeins að dvelja þarna í örfáa mánuði en nú er ljóst að það voru orðin tóm. 

AFP

Það var að koma í ljós í þessari viku að fólkið í búðunum sem Kristín hefur starfað í á næst möguleika á að eitthvað gerist í þeirra málum í apríl á næsta ári. Þangað til er það bara bið í sex mánuði. Ekki skánar ástandið þegar vetur skellur á enda búðirnar varla mönnum bjóðandi. 

Frétt mbl.is: Þú ert dauður

Kristín segir að það sé þörf fyrir allt í flóttamannabúðunum. Það vantar mat, vatn, fatnað ofl. En ég ákvað að snúa mér að þessu svo hægt væri að veita fólki eitthvað að gera. Einhverja afþreyingu sem gerir sálarlífinu gott,“ segir Kristín. 

Amnesty International

Hér er hægt að kjósa í dag og á morgun

Samkvæmt upplýsingum frá Amnesty International hafa aðeins 6% flóttamanna í Grikklandi fengið rétt til endurbúsetu en alls eru 60 þúsund flóttamenn þar. Flestir þeirra búa við skelfilegar aðstæður. Ríki Evrópu hétu því að taka við 66.400 flóttamönnum frá Grikklandi en aðeins fjögur þúsund þeirra hafa fengið rétt á því að koma til annarra ríkja Evrópu. 

Amnesty International
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert