Fimm Íslendingar í Bahama-gögnunum

Bahamas
Bahamas Skjáskot af Google
Íslendingar nýttu sér aflandsfélög á Bahama-eyjum. Litlar vísbendingar eru hins vegar um að íslenskir bankar hafi notað félög þar fyrir viðskiptavini sína. RÚV greindi frá þessu í morgun.
Þetta má lesa úr gögnum sem þýska blaðið Süddeutsche Zeitung komst yfir og deildi með alþjóðlegum samtökum rannsóknarblaðamanna, ICIJ, Reykjavík Media og 109 öðrum fjölmiðlum víðsvegar um heim. Morgunútvarpið á Rás 2 vinnur úr gögnunum í samstarfi við Reykjavik Media.

Gögnin sem nú birtast í fyrsta sinn eru úr fyrirtækjaskrá Bahamas; ekki er um sömu gögn að ræða og voru til umfjöllunar í Panamaskjölunum sem sömu fjölmiðlar hafa unnið úr síðastliðna mánuði. Gögnin eru af öðrum toga og gefa ekki upp jafn nákvæma mynd og Panamagögnin, sem láku frá panamaísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca.

Íslendingarnir í Bahama-gögnunum eru fimm talsins. Einn þeirra birtist einnig í Panamagögnunum en Mossack Fonseca rak útibú og aflandsþjónustu á Bahama líkt og víða á aflandseyjum á þessum slóðum.  Íslendingarnir í Bahamagögnunum eiga það flestir sammerkt að vera ekki með heimilisfesti hér á landi í dag. Ekki er um að ræða stjórnmálamenn eða einstaklinga sem hafa sýslað með opinbert fé. Gögnin hafa að stærstum hluta verið gerð aðgengileg í gegnum vef ICIJ, á sama stað og grunnupplýsingar úr Panamagögnunum hafa verið gerð opinber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert