Nefndin ekki stofnuð

Rannsóknarnefnd um plastbarkamálið svonefnda verður ekki stofnuð á yfirstandandi þingi vegna tímaþröngar. Þetta kemur fram í minnisblaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem hefur verið sent heilbrigðisráðherra.

Ráðherrann hafði áður farið fram á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kannaði möguleika á stofnun sérstakrar rannsóknarnefndar. Háskóli Íslands og Landspítali tilkynntu fyrr í þessum mánuði sjálfstæða rannsókn á málinu.

„Í fyrsta lagi teljum við eindregið að rannsaka eigi þetta mál. Í öðru lagi teljum við að það verði að vera óháður aðili, við teljum ekki eðlilegt að stofnanir á borð við Háskóla Íslands og Landspítala gangist fyrir slíkri rannsókn eða hafi á henni verkstjórn,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert