„Óttumst ástandið“

Mótmælt fyrir utan innanríkisráðuneytið.
Mótmælt fyrir utan innanríkisráðuneytið. Styrmir Kári

Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir starfsmenn stofnunarinnar óttast ástandið núna, því hælisleitendur streymi hratt inn og búist sé við að þeir verði um 700 í árslok.

„Við höfðum aldrei úrræði fyrir svona marga í einu, því það var aldrei gert ráð fyrir að þjónusta þyrfti fleiri en 300 manns á hverjum tíma. Nú losa þeir 500 sem þýðir það að jaðartilvikin, einstaklingarnir sem ekki var gert ráð fyrir í þjónustu, verða alltaf dýrari. Þar á ég við þegar við verðum að kaupa gistingu á hótelum eða gistiheimilum vegna þess að okkar fyrirfram umsömdu úrræði eru fullnýtt,“ segir Kristín í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Kristín segir að Útlendingastofnun hafi í vor fengið vilyrði fyrir 55 milljóna króna aukafjárveitingu, sem þegar hafi verið ráðstafað.

„Ég réð fólk inn í stofnþjónustuna hjá okkur. Loksins er kominn fjármálastjóri að Útlendingastofnun, sem jafnframt er mannauðsstjóri. Þá voru tveir skrifstofumenn ráðnir, en áður voru hér engir skrifstofumenn og auk þess voru ráðnir fjórir lögfræðingar til þess að þjónusta hælisleitendur,“ sagði Kristín.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert