Töldu að samskipti og loforð stæðu

Aðalmeðferð í máli Atlantic Green Chemicals gegn Reykjanesbæ, Reykjneshöfn og …
Aðalmeðferð í máli Atlantic Green Chemicals gegn Reykjanesbæ, Reykjneshöfn og Thorsil fór fram í héraðsdómi í gær.

Aðalmeðferð í máli Atlantic Green Chemicals gegn Reykjanesbæ, Reykjaneshöfn og Thorsil fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Krefst félagið þess að viðurkennd sé með dómi skylda Reykjanesbæjar til að staðfesta úthlutun á lóð í Helguvík til fyrirtækisins.

Segja forsvarsmenn félagsins að því hafi verið lofað lóðinni árið 2011, en síðar var henni úthlutað til Thorsil, sem þar hyggst reisa kísilverksmiðju.

Jón Jóns­son, lögmaður Atlantic Green Chemicals, seg­ir í samtali við mbl.is að fé­lagið hafi fengið lof­orð frá Reykja­nes­höfn um að fá út­hlutað lóðinni að Berg­hóla­braut 4.

„Eitt lykilatriði í málinu er tölvupóstur sem hafnarstjóri Reykjaneshafnar sendi AGC árið 2011, þar sem höfnin lýsti sig reiðubúna til að afhenda AGC lóðina,“ segir Jón.

Sjá fréttir mbl.is:
Verksmiðja með jákvæð áhrif
Lóðaúthlutun til Thorsil fyrir dóm

Teikning af fyrirhugaðri kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík.
Teikning af fyrirhugaðri kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík.

Bygging kísilversins frestaðist

Fulltrúar AGC hafi í kjölfarið átt fundi með Reykjaneshöfn og Reykjanesbæ, þar sem óskað hafi verið eftir lóðinni. Á sama tíma hafi verið unnið um­hverf­is­mat en hug­mynd­in að baki fyr­ir­tæk­inu bygg­ir á því að fram­leiða líf­alkó­hól þar sem nýtt sé af­gangsgufa frá kís­il­veri United Silicon, sem nú hefur risið þar skammt frá.

Bygg­ing kís­il­vers United Silicon frestaðist hins vegar á þeim tíma, og þar sem starf­semi Atlantic Green Chemicals gat ekki haf­ist án United Silicon var beðið eft­ir að mál­efni kís­il­vers­ins leyst­ust.

Í millitíðinni var Thorsil, sem hygg­ur á upp­bygg­ingu ann­ars kís­il­vers í Helgu­vík, út­hlutað lóðinni sem Atlantic Green Chemicals hafði verið lofað, að sögn Jóns.

„Menn höfðu talið að þessi samskipti og loforð stæðu þar til annað væri ákveðið. Um mitt ár 2014 verða forsvarsmenn AGC svo þess varir að til standi að lóðin verði hluti þess svæðis sem úthluta eigi Thorsil.“

Búist við niðurstöðu í lok október

Hann segir AGC hafa byggt starfsemi sína og væntingar til þess að fá lóðinni úthlutað.

„Samskipti aðila báru aldrei neitt annað með sér.“

Búist er við niðurstöðu Héraðsdóms í lok október.

Áður hefur mbl.is greint frá erfiðleikum Thorsil við greiðslu gatnagerðargjalda, en í maí var fyrirtækinu veittur frestur til greiðslunnar í sjötta skipti. Upphaflega átti að greiða fyrstu greiðsluna, sem nemur um 140 milljónum króna, fyrir lok árs 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert