Síldarvinnslan eignast meirihluta í útgerð Bjarna Ólafssonar AK

Bjarni Ólafsson AK 70 á loðnuveiðum.
Bjarni Ólafsson AK 70 á loðnuveiðum. Ljósmynd/Friðþjófur Helgason

Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur eignast meirihluta í útgerðarfyrirtækinu Runólfi Hallfreðssyni ehf., sem gerir út uppsjávarskipið Bjarna Ólafsson AK 70.

Bræðurnir Gísli og Runólfur Runólfssynir verða áfram skipstjórar á skipinu og eiga tæplega 25% hlut í útgerðinni á móti rúmlega 75% hlut Síldarvinnslunnar.

Fimm börn stofnenda félagsins, Runólfs Hallfreðssonar og Ragnheiðar Gísladóttur, áttu 62% í útgerðinni að foreldrunum gengnum, en Ragnheiður lést síðasta vor. Síldarvinnslan keypti í haust hlut þriggja systkinanna og jók hlut sinn þannig úr 38% í rúmlega 75%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert