Landmannaafréttur smalaður

Það er alltaf fjör í réttum og glöggir bændur og …
Það er alltaf fjör í réttum og glöggir bændur og fleiri sjá um að flokka féð og koma því á réttan stað. mbl.is/Árni Sæberg

Réttað var í Landrétt í Áfangagili í fyrradag eftir að farið hafði verið með hestana á fjall í Landmannaafrétti á föstudag í liðinni viku og byrjað að smala daginn eftir.

„Þetta gekk vel miðað við veður,“ segir Kristinn Guðnason, fjallkóngur Landmanna í umfjöllun um réttirnar í máli og myndum í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að leitarmenn hafi fengið mjög gott veður á sunnudag en annars hafi veðrið ekki verið gott, rysjótt og gengið á með krapaslagveðri.

Um það bil 50 manns tóku þátt í smöluninni og þar af átta ferðamenn. Sá háttur var tekinn upp upp úr 1990 og hefur notið mikilla vinsælda. Ein kona var með í þriðja sinn og segir Kristinn að hún hafi sagst vilja koma aftur að ári, ef hún gæti fjárhagsins vegna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert