Laxveiðinni að ljúka og víða undir meðaltali

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Martin Bell glímir við 100 cm hrygnu sem …
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Martin Bell glímir við 100 cm hrygnu sem tók fluguna undir kvöld í Vaðhvammi í Vatnsdalsá. Rúmum hálftíma síðar var henni landað í Áveituhyl, gegnt landnámsjörðinni Hofi. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Enn er myljandi góð veiði í Laxá í Dölum, 206 laxar veiddust í vikunni á sex stangir; rúmlega fjórir á stöng á dag að meðaltali.

Veiðin hefur verið góð í ánni í allt sumar og þá er hún þekkt fyrir góða haustveiði, sem bregst ekki nú. Þetta er eitthvað annað en fyrir tveimur árum, þegar algjört hrun var í veiðinni í Laxá og innan við tvöhundruð löxum hafði verið landað á sama tíma.

Og veiði lýkur þessa dagana í hverri ánni á fætur annarri. Í umfjöllun um veiðina í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að tölur virðast staðfesta það sem kunnáttumenn spáðu þegar leið á sumarið og í ljós kom að smálaxagöngur yrðu lélegar; að veiðin yrði í besta falli í þokkalegu meðaltali.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert