Makríll sóttur í Síldarsmuguna

Landað úr Hoffelli SU á Fáskrúðsfirði.
Landað úr Hoffelli SU á Fáskrúðsfirði.

Góður makrílafli hefur fengist síðustu sóldarhringa í Síldarsmugunni norðaustur af landinu.

Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU, frá Fáskrúðsfirði, sagði í gær að þeir hefðu fengið tæplega 900 tonn af nánast hreinum makríl í þremur hollum á hálfum öðrum sólarhring. Skipum fjölgaði á þessum slóðum eftir því sem leið á vikuna.

Á miðin í Síldarsmugunni var um 370 mílna sigling frá Fáskrúðsfirði og voru þeir um 26 tíma á leiðinni heim. Það er talsverður munur á því sem var í sumar þegar Hoffellið var oft aðeins um 4-5 tíma á makrílmið út af Hvalbak.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert