Allir nemar í rafiðngreinum fá spjaldtölvu

Nemendur í Tækniskólanum í Reykjavík fengu fyrstu spjaldtölvurnar í gær. …
Nemendur í Tækniskólanum í Reykjavík fengu fyrstu spjaldtölvurnar í gær. Næstu daga munu nemendur annarra skóla fá sínar tölvur.

Allir nemar í rafiðngreinum á landinu, samtals um 800 manns, fá gefins spjaldtölvur í haust frá Samtökum rafverktaka (SART) og Rafiðnaðarsambandi Íslands (RSÍ) fyrir hönd allra atvinnurekenda og launþega í rafiðnaði.

Tilgangur gjafarinnar er að tryggja að nemarnir geti nýtt sér það mikla úrval af kennsluefni sem er þegar í boði á rafrænu formi og stuðla að betri námsárangri og fjölgun nemenda í þessum greinum en mikil vöntun er á rafiðnaðarmönnum á Íslandi.

Í tilkynningu er haft eftir Rúnari Bachmann, formanni stjórnar Menntasjóðs rafiðnaðarins, að gefendur vonist til að með þessum stuðningi sækist nemum í rafiðngreinum námið betur, námsárangur verði betri og nemendum fjölgi en talið er að það vanti um tvö hundruð nýja starfsmenn með rafiðnaðarmenntun á vinnumarkaðinn á ári hverju til að viðhalda þörf markaðarins.

Nemendur í Tækniskólanum í Reykjavík fengu fyrstu spjaldtölvurnar í gær. …
Nemendur í Tækniskólanum í Reykjavík fengu fyrstu spjaldtölvurnar í gær. Næstu daga munu nemendur annarra skóla fá sínar tölvur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert