Ísland skipar efsta sæti

Það taldist Íslandi til kosta, að hér á landi sé …
Það taldist Íslandi til kosta, að hér á landi sé rekinn sérlega öflug tóbaksvarnarstefna og eins þykir ríkisrekna heilbrigðiskerfið lofsvert. mbl/ Ómar Óskarsson

Ísland skipar efsta sæti í viðamikilli rannsókn sem birt er í læknaritinu The Lancet, þar sem gerður er samanburður á ríkjum heimsins með tilliti til ýmissa heilbrigðisþátta.

1.870 vísindamenn frá 124 löndum standa að rannsókninni, þar sem 188 lönd eru borin saman og mælt hve hve vel þau standa gagnvart ákveðnum sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Horft er til þátta á borð við aðgengis að heilbrigðisþjónustu, sjúkdóma, heilnæmi umhverfis, almennrar lýðheilsu og öryggis íbúa.

Í frétt Bloomberg-fréttastofunnar kemur fram að þetta kunni að vera ein viðamesta rannsókn sinnar tegundar sem gerð hefur verið. Þegar litið er á heildarmyndina hafnar Ísland í fyrsta sæti og er þar með naumt forskot á Svíþjóð og Singapore, sem lenda í öðru og þriðja sæti í rannsókninni.

Það sem talið er Íslandi til kosta, er m.a. að hér á landi sé rekinn sérlega öflug tóbaksvarnarstefna og eins þykir ríkisrekna heilbrigðiskerfið lofsvert.

Þá sýnir rannsóknin vandamál tengd offitu barna hafa aukist umtalsvert um heim allan.

Bandaríkin þykja koma illa út úr rannsókninni, en þau enda í 28 sæti. Nefnir Bloomberg fréttastofan í því sambandi sérstaklega ofbeldi tengt skotvopna notkun, ungbarnadauða og fjölda kvenna sem deyja af völdum barnsfæðinga .

Rannsóknin sýnir einnig að þjóðum heims gengur almennt illa að mæta sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna og áttu vísindamennirnir erfitt með að mæla hve vel ríkjum gengur að ná markmiðunum 17.

Taflan yfir 30 efstu ríkin.
Taflan yfir 30 efstu ríkin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert