Braut lagareglur með ummælum um fangana

Fangelsismálastjóri braut lagareglur með ummælum í fjölmiðlum um fyrrverandi stjórnendur …
Fangelsismálastjóri braut lagareglur með ummælum í fjölmiðlum um fyrrverandi stjórnendur Kaupþings á meðan þeir afplánuðu á Kvíabryggju. Gunnar Kristjánsson

Fangelsismálastjóri braut lagareglur með ummælum í fjölmiðlum um fyrrverandi stjórnendur Kaupþings á meðan þeir afplánuðu á Kvíabryggju. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis, sem lætur málið falla niður að því er RÚV greinir frá.

Þeir Magnús Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson, sem allir hlutu þunga dóma í Al Thani-málinu, sendu í nóvember í fyrra kvörtun til umboðsmanns Alþingis, en á þeim tíma afplánuðu þeir allir dóm á Kvíabryggju.

Kvörtunin beindist gegn Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar, og var í fjórum liðum. Kvörtuðu þeir yfir þeim ummælum Páls um að fangar hefðu viljað rauðvín með matnum á Kvíabryggju. Þá fullyrtu þeir að kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore hefði fengið aðgang að fangelsinu til að ná af þeim myndum.

Einnig kvörtuðu þeir yfir ummælum Páls sem þeir túlkuðu sem dylgjur fangelsismálastjóra um mútur fanga og loks yfir fréttum þess efnis að til hefði staðið að þeir færu á reiðnámskeið á Kvíabryggju og yfir ummælum Páls um þær fréttir. 

Fréttastofan segir umboðsmann hafa svarað þremenningunum á miðvikudag og sent þeim Páli og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra niðurstöðu sína. Umboðsmaður skilaði hins vegar ekki áliti heldur lætur málið niður falla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert