Kveikt í rusli við leikskóla

Þrjár tilkynningar bárust lögreglu um eld í gærkvöldi og nótt. Um kl. 22 var tilkynnt um eld í bifreið við Sólvang. Ökumaðurinn sat í bifreiðinni og var að bíða eftir farþega þegar hann sá reyk koma undan bifreiðinni.

Talið er að bilun hafi orðið í rafmagni eða ljósabúnaði. Eftir að eldurinn hafði verið slökktur var bifreiðin flutt af vettvangi með dráttarbifreið.

Þá var tilkynnt um eld í Dugguvogi um kl. 22.40. Eldurinn reyndist í kjallara hússins en íbúðir eru á efri hæðum. Slökkvilið kom á staðinn og reykræsti. Ekki er vitað um eldsupptök.

Frétt mbl.is: Eldsvoði í Dugguvogi

Einnig var tilkynnt um eld í leikskóla í Fossvogi um kl. 2.18. Kveikt hafði verið í rusli við hurð og var eldurinn kominn í þakkant. Slökkvilið var kallað á vettvang, ekki er vitað um tjón. Málið er í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert