Ölvunarakstur og ótryggðir bílar

Umferðareftirlit. Myndin er úr safni.
Umferðareftirlit. Myndin er úr safni. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Lögregla hafði afskipti af nokkrum ökumönnum í gærkvöldi og nótt. Tveir voru stöðvaðir á Hringbraut, reyndist annar réttindalaus, þ.e. hafði verið sviptur ökuréttindum, en hinn er grunaður um ölvun við akstur.

Þá var ökumaður stöðvaður á Miklubraut um kl. 17.30 í gær en ökumaðurinn er grunaður um ölvunarakstur auk þess sem bifreiðin reyndist ótryggð og númerið því klippt af.

Um kl. 19.30 var önnur ótryggð bifreið stöðvuð í Hafnarfirði og númerið sömuleiðis klippt af. Þá var bifreið stöðvuð við Sléttahraun um kl. 3.48 og ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur.

Lögregla hafði einnig afskipti af bifreið á Nýbýlavegi í gærkvöldi. Þar reyndist 17 ára stúlka undir stýri, réttindalaus, og er hún einnig grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert