Eldhúsdagsumræður að hefjast

Eldhúsdagsumræður hefjast klukkan 19:40 í kvöld.
Eldhúsdagsumræður hefjast klukkan 19:40 í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Almennar stjórnmálaumræður sem oftast kallast eldhúsdagsumræður á Alþingi hefjast núna klukkan 19:40 og standa fram eftir kvöldi.  Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur 10 mínútur í fyrstu umferð en svo 6 mínútur í annarri og þriðju umferð.

Röð flokkanna verður eftirfarandi í öllum umferðum: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Framsóknarflokkur, Björt framtíð og Píratar.

Formenn flestra flokka taka til máls í fyrstu umferð, en Framsóknarflokkurinn er þar undantekning. Mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra flytja fyrstu ræðu flokksins í kvöld, en Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins munu hvorugur halda ræðu í kvöld.

Ræðumenn verða eftirfarandi í kvöld:

Sam­fylk­ing­in: Odd­ný G. Harðardótt­ir, Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir og Árni Páll Árna­son.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn: Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra, Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra og Har­ald­ur Bene­dikts­son.

Vinstri­ hreyf­ing­in  grænt fram­boð: Katrín Jak­obs­dótt­ir, Svandís Svavars­dótt­ir og Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir.

Framsóknarflokkur: Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra, Eygló Harðardótt­ir, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, og Karl Garðars­son.

Björt Framtíð: Ótt­arr Proppé, Björt Ólafs­dótt­ir og Páll Val­ur Björns­son.

Pírat­ar: Birgitta Jóns­dótt­ir, Ásta Guðrún Helga­dótt­ir og Helgi Hrafn Gunn­ars­son.

Mbl.is mun fylgjast með umræðunum, en einnig verður hægt að horfa á þær í beinni útsendingu á vef Alþingis og á RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert