Fallegt haustveður víða um land

Haust í Landmsnnalaugum
Haust í Landmsnnalaugum mbl.is/Árni Sæberg

Útlit er fyrir hæga norðlæga átt víðast hvar og fallegt haustveður, en á Norðvesturlandi og á annesjum nyrst er hvassari norðvestanátt og rigning, jafnvel slydda til fjalla.

Á morgun dregur úr norðanáttinni en norðaustan til þykknar upp með slyddu eða rigningu á meðan það léttir til vestanlands. Áfram má búast við norðlægum áttum þegar líður á vikuna, dálítilli úrkomu norðan jökla en bjartviðri sunnan til.

Það kólnar heldur í veðri, og má orðið víða búast við næturfrosti, einkum undir lok vikunnar., segir í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings í morgun.

Spáin næsta sólarhring:

Gengur í norðvestan 10-15 á annesjum norðanlands annars hægari vindur og yfirleitt léttskýjað en skýjað og rigning eða slydda NV- og N-til, einkum við ströndina. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast syðst.
Lægir smám saman norðan til á morgun og léttir til um V-vert landið en gengur í norðvestan 5-13 með lítilsháttar rigningu eða slyddu NA-til fram eftir degi. Kólnar í veðri.
Á þriðjudag:

Norðan og norðaustan 5-15 m/s, hvassast við SA-ströndina. Víða léttskýjað V-til, en skýjað og stöku skúrir eða slydduél á N-verðu landinu fram eftir morgni. Rofar til N- og A-lands þegar líður á daginn. Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast syðst.

Á miðvikudag:
Fremur hæg breytileg átt og bjart veður, en norðvestan 8-15 og dálítil rigning á annesjum NA-lands. Hiti 3 til 10 stig, mildast S-lands, en næturfrost í innsveitum.

Á fimmtudag og föstudag:
Norðanátt og slydda eða rigning með köflum fyrir norðan, en lengst af þurrt S-til á landinu. Heldur kólnandi.

Á laugardag:
Norðlæg átt og svalt. Víða bjart veður, en skýjað og dálítil él NA-lands.

Á sunnudag:
Hægt vaxandi austanátt og þykknar upp S- og A-til annars bjartviðri. Áfram svalt í veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert