Framboð Andra kostaði 15 milljónir

Andri Snær Magnason.
Andri Snær Magnason. mbl.is/Golli

Forsetaframboð Andra Snæs Magnasonar kostaði rétt tæpar 15 milljónir króna. Þetta kemur fram í uppgjöri sem Andri sendi mbl.is vegna þátttöku hans í kjöri til forseta Íslands í júní.

Kemur þar fram að framlög lögaðila til rithöfunduarins hafi verið tæpar 1,4 milljónir króna. Framlög einstaklinga námu tæpum 12,6 milljónum og eigið framlag nam 960 þúsund krónum. 

Samtals styrktu 216 einstaklingar framboð Andra með fjárframlögum. 

Félögin Clean Cafe Aps og Títan fjárfestingafélag ehf styrktu framboðið um 400 þúsund krónur hvort og Listaklúbburinn Listvinir styrkti það um 320 þúsund krónur.

Tólf einstaklingar styrktu framboðið um 400 þúsund krónur hver, en meðal þeirra voru Sigurður Gísli Pálmason, Lilja Pálmadóttir, Sigurður Reynir Harðarson, Hulda Brá Magnadóttir og Arinbjörn H. Arnbjörnsson. Þá styrkti Edda Heiðrún Bakcman framboðið um 325 þúsund krónur.

Frétt mbl.is: Forsetaframboð Davíðs kostaði 27, 7 milljónir

Frétt mbl.is: Framboð Guðna kostaði 25 milljónir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert