Met í útgáfu vegabréfa til marks um aukin umsvif

Ný vegabréf
Ný vegabréf mbl.is/Golli

Aldrei hafa fleiri vegabréf verið gefin út á einu ári en í fyrra, að því er fram kemur í nýrri ársskýrslu Þjóðskrár.

Þar kemur fram að um 70 þúsund vegabréf hafi verið gefin út árið 2015 og að fjölgun erinda í nær öllum málaflokkum Þjóðskrár sé til marks um aukin umsvif í þjóðfélaginu.

Einnig kemur fram að tilkynningum um flutning hafi fjölgað milli áranna og hið sama gildi um fjölda kaupsamninga fasteigna, en þeim fjölgaði um 20%. Eftirspurn eftir Íslyklum var einnig mikil, en um 195.000 voru gefnir út árið 2015.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert