Myglusveppur kom upp í flugturninum

Flugturninn við Reykjavíkurflugvöll.
Flugturninn við Reykjavíkurflugvöll. mbl.is/Árni Sæberg

Öll starfsemi Isavia í flugturninum við Reykjavíkurflugvöll hefur verið flutt í annað húsnæði eftir að myglusveppur fannst í turninum í vor.

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að myglusvepps hafi fyrst orðið vart í apríl á þessu ári. Niðurstöður sýnatöku lágu fyrir í maí og voru þá allir starfsmenn Isavia í flugturninum fluttir til skoðunar hjá hjúkrunarfræðingi.

Ríkiskaup hafa boðið út viðgerð á turninum f.h. Isavia. Í umfjöllun um myglumál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að óvíst sé hvenær viðgerðinni lýkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert