Vopnað rán í Kópavogi

Bílaapótekið í Hæðasmára í Kópavogi.
Bílaapótekið í Hæðasmára í Kópavogi. Þorkell Þorkelsson

Síðdegis í dag var framið vopnað rán í Bílaapótekinu við Hæðasmára í Kópavogi. Maður sem huldi andlit sitt kom þar inn vopnaður hníf og ógnaði starfsfólki. Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri í Kópavogi.

Segir hann að maðurinn hafi komist í burtu með einhverja peninga og lyf, en það sé þó enn óljóst hversu mikið það sé. Gunnar segir að lögreglan leiti nú mannsins og notist við myndir úr eftirlitskerfi apóteksins. Samkvæmt Gunnari kom maðurinn ekki á bíl.

Bílaapótekið er í eigu Lyfjavals sem rekur þrjú apótek á höfuðborgarsvæðinu.

Vísir sagði upphaflega frá málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert