Hæstu tré á Vestfjörðum að ná 20 metrum

Víða vex skógur á Íslandi.
Víða vex skógur á Íslandi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári.

Nánast hnífjafnt er nú í kapphlaupi alaskaaspar í Dýrafirði og sitkagrenis í Reykhólasveit, segir á vef Skógræktarinnar.

Myndarleg alaskaösp við Miðbæ í Haukadal í Dýrafirði mældist 19,7 metrar og hefur hækkað um 140 sentímetra á tveimur sumrum. Sitkagrenitré í Barmahlíð í Reykhólasveit mældist nú 19,6 m og hefur bætt við sig 60 cm síðustu tvö sumur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert