Íslensk börn í góðu formi

Getty images

Íslensk börn eru betur á sig komin heldur en flest önnur börn í heiminum ef marka má niðurstöðu rannsóknar á börnum í 50 löndum. Ísland er í öðru sæti en líkamshreysti barna var könnuð í spretthlaupi.

Fjallað er um rannsóknina í British Journal en hún er unninn af háskólanum í Norður-Dakóta og barnaspítala í Ontario.

Hraði barna og unglinga á aldrinum 9-17 ára var mældur í 20 metra spretthlaupi (beep test) og tóku alls 1,1 milljón krakka þátt í rannsókninni.

í fyrsta sæti eru börn í Tansaníu, í öðru eru íslensku börnin og börn í Eistlandi eru í þriðja sæti. Noregur er í fjórða sæti og Danmörk skipar sjötta sætið. Svíþjóð er í 26. sæti og Bandaríkin eru í 47. sæti af 50. Forsvarsmaður rannsóknarinnar segir eftirtektarvert hversu vel norræn börn standa að vígi og að Bandaríkjamenn geti lært af þeim. Hefð sé fyrir því á Norðurlöndum að börn hreyfi sig mikið og lögð sé áhersla á það af stjórnvöldum í ríkjunum. Eins séu norræn börn grenni en þau bandarísku og það auðveldi þeim að hreyfa sig.

Greinin í BJSM

Frétt The Local

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert