Metlöndun á frystum makríl

Kristina EA lá við bryggju í Neskaupstað í gær.
Kristina EA lá við bryggju í Neskaupstað í gær. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Kristina EA 410 landaði 2.340 tonnum af heilfrystum makríl í Neskaupstað sl. sunnudag. Þetta er stærsti farmurinn sem þetta stærsta fiskiskip landsins hefur landað á Íslandi.

Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, sem gerir skipið út, sagði að þeir á Kristinu  hefðu verið tólf daga að stútfylla skipið. Í áhöfn eru 34 manns og var unnið dag og nótt við frystinguna. Að meðaltali voru fryst 195 tonn af makríl á sólarhring.

Aflinn fékkst í svonefndri Síldarsmugu, sem er alþjóðlegt hafsvæði austan við íslensku efnahagslögsöguna. Kristina á eftir um 2.500 tonna makrílkvóta og mun skipið halda áfram veiðum til að klára hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert