Loki var opinn og sjór streymdi inn

Perla á kafi við Ægisgarð.
Perla á kafi við Ægisgarð. mbl.is/Styrmir Kári

Þrjú samverkandi atriði urðu þess valdandi að sjór komst í sanddæluskipið Perlu í Reykjavíkurhöfn hinn 2. nóvember í fyrra, með þeim afleiðingum að skipið sökk á skömmum tíma.

Blöndunarloki var opinn og sjór streymdi inn í lest skipsins. Þá var opið niður í botntank undir lest vegna viðgerða á tankþilfari. Loks var mannop í rými í framskipi niður í sama botntank opið.

Við þessar aðstæður fylltist ekki einungis lestin heldur allt framskipið af sjó og það sökk eftir sjósetningu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert