Stefnt að útboði sjúkraflugs

Tekin hefur verið ákvörðun af hálfu velferðarráðuneytisins um gerð kröfulýsingar sem verði hluti samnings um sjúkraflug. Tímalína útboða verður ákveðin fljótlega í samráði við Sjúkratryggingar íslands með það að markmiði að tryggja vandaðan undirbúning á öllum stigum og möguleika umbjóðenda til að undirbúa tilboð.

Frétt mbl.is: Samskiptaleysi og seinagangur í málefnum sjúkraflugs

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Þar segir að gert sé ráð fyrir að nýr samningur um sjúkraflug taki gildi 1. janúar 2018. Vísað er í viðbrögð ráðuneytisins við eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um málaflokkinn frá því fyrr í þessum mánuði en stofnunin fjallaði upphaflega um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi í skýrslu sem hún birti árið 2013.

Þar kom meðal annars fram að móta þyrfti framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Einnig var fjallað um mögulega aðkomu Landhelgisgæslu Íslands að sjúkraflugi hér á landi en velferðarráðuneytið bendir á að sú umfjöllun snúi að innanríkisráðuneytinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert