Tvö börn á næturvaktinni

Þetta er mynd úr safni mbl.is.
Þetta er mynd úr safni mbl.is. AFP

Næturvakt slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nægu að snúast við að taka á móti börnum í nótt en nú á sjöunda tímanum er hún að taka á móti barni númer tvö. Að sögn varðstjóra í slökkviliðinu er verið að taka á móti barni við Laugarásveg en foreldrarnir voru ekki einu sinni komnir út í sjúkrabílinn þegar það barn ákvað að það væri tímabært að koma í heiminn.

Lítill drengur fæddist síðan í sjúkrabíl í Kópavoginum á tólfta tímanum í gærkvöldi, að sögn varðstjóra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert