57 milljónir til 18 skóla

Menntaskólinn í Reykjavík fær mest frá Erasmus-plús..
Menntaskólinn í Reykjavík fær mest frá Erasmus-plús.. mbl.is/Styrmir Kári

Forsvarsmenn nýrra Erasmus-plús samstarfsverkefna í leik-, grunn- og framhaldsskólum skrifuðu í gær undir samninga við Landskrifstofu Erasmus-plús á Íslandi.

Styrkupphæðinni, tæplega 57 milljónum króna, var úthlutað til tuttugu verkefna frá 18 skólum víðs vegar um land.

Hæsti styrkurinn, sem nemur tæplega sex milljónum króna, rennur til Menntaskólans í Reykjavík til verkefnis sem varðar nýtingu jarðefna og sjálfbærni í því sambandi. Sigríður Árnadóttir jarðfræðikennari sér um verkefnið hjá MR.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert