Hafnarfjörður og Seltjarnarnes slökkva líka

Norðurljós yfir Kópavogi. Vel mun viðra í kvöld til að …
Norðurljós yfir Kópavogi. Vel mun viðra í kvöld til að skoða norðurljós. mbl.is/Árni Sæberg

Hafnarfjarðarbær og Seltjarnarnes hafa ákveðið líkt og Reykjavíkurborg að slökkva á götulýsingu á völdum stöðum. Búist er við einstaklega fallegri norðurljósasýningu í kvöld.

Á báðum stöðum verða ljósin slökkt á milli klukkan 22 og 23. Í Hafnarfirði verður engin götulýsing í Norðurbæ, Suðurbæ, Vesturbæ, Hraunum, miðbæ, á hafnarsvæði og holti önnur en lýsing á Reykjanesbraut, Strandgötu og Reykjavíkurvegi.

Starfsmenn lögreglu, slökkviliðs og Orkuveitu Reykjavíkur hafa verið upplýstir um málið. Fólk er hvatt til að aka einstaklega varlega á þessum svæðum og sýna tillitssemi á meðan myrkvun stendur.

Fólk er hvatt til að nota þetta einstaka tækifæri til að njóta einstakrar ljósasýningar með fjölskyldunni. Íbúar eru hvattir til að taka þátt og slökkva samhliða ljósin heima hjá sér þannig að ná megi sem mestri myrkvun og að ljósmengun verði sem minnst.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert