Kvikuholu varanlega lokað

Mikla orku þarf til að knýja vélar Kröfluvirkjunar.
Mikla orku þarf til að knýja vélar Kröfluvirkjunar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fyrsta verkefni Íslenska djúpborunarverkefnisins (IDDP) lauk síðastliðinn vetur með því að steypt var í kvikuholuna við Kröflu og henni lokað varanlega.

Landsvirkjun hugar að því að nýta í framtíðinni þá miklu orku sem er í jarðlögunum með því að bora aðra holu niður á svipað dýpi, að sögn Bjarna Pálssonar, forstöðumanns jarðvarmadeildar Landsvirkjunar.

Ætlunin var að bora niður í 4.500 metra en borinn stöðvaðist í 2.100 metrum í júní 2009 þegar hann lenti í kviku. Borholan gaf mikla orku enda heitasta borhola heims á háhitasvæðum. Ekki reyndist unnt að nýta orkuna til raforkuframleiðslu vegna hita og tæringar vegna óhagstæðrar efnasamsetningar í gufunni. Ekki reyndist unnt að gera við skemmdir og var því ákveðið að loka holunni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert