Léttskýjað yfir landinu

Hæg norðlæg eða breytileg átt verður yfir landinu í dag. Víðast hvar verður léttskýjað, en þykknar upp norðantil síðdegis. Hiti verður á bilinu 2-10 stig og verður hlýjast syðst á landinu, en víða verður þó vart við næturfrost.

Gert er ráð fyrir kólnandi veðri á morgun, en þá gengur í norðanátt, 5-13 metra á sekúndu, en norðvestanátt, 10-18 metra á sekúndu suðaustan- og austanlands. Búast má við rigningu eða slyddu norðan- og norðaustantil einkum með ströndinni, en bjartviðri eða léttskýjuðu veðri víða vestantil og sunnan jökla.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert