Neftóbaksgjald verði hækkað um helming

Íslenskt munntóbak.
Íslenskt munntóbak. mbl.is/RAX

Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis, segir að það liggi á að innleiða í íslensk lög tilskipun Evrópuþingsins frá árinu 2014 varðandi tóbaksvarnir. Hann velti því upp á morgunverðarfundi samtakanna Náum áttum hvort hækka eigi gjald á neftóbaki um helming.

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál. Yfirskrift fundarins, sem var haldinn á Grand Hótel, var: Rafrettur og munntóbak – nýr lífsstíll eða óvægin markaðssetning?

7,9% karla taka í vörina

Viðar benti á kannanir sem sýna þróun tóbaksneyslu á Íslandi. Þar kemur fram að daglegar reykingar á sígarettum í 10. bekk gunnskóla og á meðal framhaldsskólanema hafi lækkað mikið frá árinu 2000 til 2014.

Könnun var einnig gerð á munntóbaksnotkun  á meðal Íslendinga 18 til 69 ára. Þar kom fram að 4,1% taka í vörina á meðan 95,5% gera það ekki.  

Þegar tölur yfir karla voru teknar út kom í ljós að 7,9% þeirra taka í vörina en 92% gera það ekki.

Fleiri ungir karlar taka í vörina

Það hefur jafnframt aukist að ungir karlar, 18 til 24 ára, taki í vörina. Árið 2012 tóku 15% þeirra daglega í vörina en á síðasta ári var talan komin í 23%. Hjá körlum á aldrinum 25 til 34 ára þá tóku 13% þeirra daglega í vörina árið 2012 en talan hafði lækkað í 7% árið 2015.

Á fundinum sagði Viðar að munntóbaksneysla skaði heilsu, valdi mikilli fíkn og sé viðbótarneysla sem komi ekki í staðinn fyrir reykingar. Þannig reykja strákar í svipuðu hlutfalli og stelpur, þrátt fyrir að þeir taki mun meira í vörina.

Embætti landlæknis.
Embætti landlæknis. mbl/ Kristinn Ingvarsson

11% aukning á framleiðslu neftóbaks

Framleiðsla ÁTVR á íslensku neftóbaki hér á landi hefur aukist um 11% á fyrstu átta mánuðum þessa árs, miðað við á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis.

Til að stemmma stigu við aukinni munntóbaksneyslu á meðal ungra karla velti Viðar því fyrir sér á fundinum hvort hækka þurfi neftóbaksgaldið hér á landi aftur um helming en það var síðast gert um áramótin 2012 til 2013.

Fylgir ekki kaupmáttaraukningu

Hann nefndi í samtali við mbl.is að virðisaukaskattur á tóbak hafi verið lækkaður úr 25,5% í 24% í fyrra. „Hækkunin á tóbaksgjaldinu hefur rétt náð að fylgja neysluvísitölunni. Þegar við horfum á kaupmáttaraukninguna undanfarið ár þá verður sífellt auðveldara að kaupa tóbak,“ sagði hann og telur það hafa sannast að hækkun tóbaksgjalds sé áhrifaríkast í tóbaksvörnum.

Skýrsla um þróun tóbaksneyslu á Íslandi

Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. mbl.is/Ófeigur

Liggur á að innleiða tilskipun um tóbaksvarnir

Viðar segir að það liggi á að innleiða í íslensk lög tilskipun Evrópuþingsins frá árinu 2014 varðandi tóbaksvarnir. Þar er m.a. kveðið á um stærri viðvörunarmerkingar á tóbak, þannig að þær þeki 65% af fram- og bakhlið varanna, reglur um bragðbætt tóbak og notkun rafsígaretta.

Í skrifuðum athugasemdum við tilskipunina kemur fram að einkennandi bragð á sígarettum og öðru reyktóbaki skuli bannað, þ.e. að bannað verði að bragðbæta reyktóbak. Megintilgangurinn er sá að vernda ungt fólk og koma í veg fyrir að það verði háð tóbaki. Þetta á að gera í skrefum og líklegt er að mentol verði síðasta bragðefnið sem verður bannað.

Gríðarlega mikilvægt

„Það er töluvert síðan það var byrjað að skrifa tilskipunina inn í íslensk lög en hins vegar mun það örugglega ekki nást fyrir þetta þing. Þá er það bara okkur hlutverk að fylgja því eftir að það verði gert,“ sagði Viðar í samtali við mbl.is eftir fundinn.

Hann sagði gríðarlega mikilvægt að tilskipunin fari í íslensk lög og nefndi að skýrari reglur þurfi einnig um notkun rafsígaretta.

Samkvæmt skrifuðum athugasemdum við tilskipunina verða auknar kröfur á að upplýsingar verði sýnilegar um innihaldsefni í tóbaksvörum, auk þess sem bann við sölu munntóbaks verður áréttað og að sala yfir landamæri verði bönnuð.

Manneskja reykir rafsígarettu í París.
Manneskja reykir rafsígarettu í París. AFP

Tilkynni um rafsígarettur

Þar eru einnig ákvæði um rafsígarettur. Gerð er krafa um að framleiðendur og innflytjendur rafsígaretta og áfyllingaríláta leggi fram tilkynningu um vörurnar áður en þær eru settar á markað. Þær geta skapað heilbrigðisáhættu í höndum barna og því er nauðsynlegt að tryggja að þær séu barnheldar.

Einungis á að heimila að rafsígarettur sem gefa frá sér nikótín í jöfnum skömmtum séu settar á markað, samkvæmt athugasemdunum. Einnig eiga á merkingum og umbúðum að vera fullnægjandi og viðeigandi upplýsingar um örugga notkun rafsígaretta til að vernda öryggi og heilbrigði manna.

Ekki reglur um reyklaust umhverfi

Viðar benti í fyrirlestri sínum á að í tilskipun Evrópuþingins eru ekki samræmdar reglur um reyklaust umhverfi eða sölufyrirkomulag, fyrirkomulag auglýsinga eða útbreiðslu vörumerkis í hverju landi fyrir sig né heldur innleidd aldurstakmörk fyrir rafvindlinga eða áfyllingarílát.

Í öllu falli ætti kynning og auglýsing á þessum vörum ekki að leiða til þess að ýta undir tóbaksneyslu eða valda ruglingi við tóbaksvörur. Aðildarríkjunum er frjálst að setja reglur um slík málefni innan sinnar eigin lögsögu og eru hvött til að gera það.

14% 10. bekkinga prófað rafsígarettur

Gallup gerði í maí fyrra könnun á notkun rafsígaretta hér á landi. Samtals sögðust 2,5% aðspurðra á meðal beggja kynja á aldrinum 18 til 69 ára nota eða hafa notað rafsígarettur, á meðan 97,5% höfðu ekki gert það. Alls sögðust 75% þeirra sem höfðu notað rafsígarettur nota þær sem eru með nikótínvökva. 

Samkvæmt annarri könnun Rannsókna og greininga við Háskólann í Reykjavík frá því í fyrra kemur fram að um 10% 10. bekkinga höfðu prófað rafsígarettur einu sinni til fimm sinnum um ævina. Í nýrri könnun árið 2016 er hlutfallið komi í 14%. Viðar sagði að þessi aukning hafi komið sér mjög á óvart. 

Viðar benti á að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ætli að banna neyslu á rafsígarettum þar sem reykingar eru bannaðar, þangað til stofnunin hefur betri gögn í höndunum um skaðsemi rafsígaretta.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mjög gott skíðafæri í dag

08:49 Opið er í dag á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði frá klukkan 11 til 16. Veður á svæðinu er mjög gott, suðaustan gola, 7 stiga frost og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór og því mjög gott til skíðaiðkunar. Tvær æfintýraleiðir eru klára, að kemur fram í tilkynningu. Meira »

Ók á 180 fram úr lögreglubíl

08:42 Þegar lögreglan á Suðurnesjum var við umferðareftirlit á Reykjanesbraut í vikunni var bifreið ekið á miklum hraða fram úr lögreglubifreiðinni. Ökumaður hennar, sem er á þrítugsaldri, kvaðst hafa verið á 180 km hraða þegar hann ók fram úr þeim, en sá ekki að hann var að aka fram úr lögreglubifreið. Meira »

Skjálfti að stærð 3,5 í Bárðarbungu

08:29 Jarðskjálfti að stærð 3,5 varð rétt fyrir klukkan þrjú í nótt um 2,5 kílómetra suðaustur af öskjunni í Bárðarbungu. Samkvæmt náttúruvársérfræðingi á vakt hjá Veðurstofunni virðist þó enginn órói vera á svæðinu og engir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Virðist því hafa verið um stakan atburð. Meira »

Heiðraðar fyrir 25 ára starf

08:18 Í vikunni var starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sem starfað hefur þar í 25 ár venju samkvæmt veitt viðurkenning. Meira »

Jólapökkum fjölgar um 30% á milli ára

07:57 Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum, segir það ganga vel að koma jólapökkum og jólakortum á sína staði fyrir hátíðarnar. Meira »

Milt veður næstu daga

07:37 Hlýtt verður í veðri en stormasamt á köflum næstu daga og alveg fram til jóla, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.   Meira »

Handekinn fyrir húsbrot og líkamsárás

07:20 Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi var karlmaður handtekinn í Grafarvogi grunaður um húsbrot, heimilisofbeldi, líkamsárás, eignaspjöll, akstur undir áhrifum fíkniefna og aka sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Meira »

Með læknadóp á bar í Breiðholti

07:27 Um klukkan hálf eitt í nótt voru höfð afskipti af manni á bar í Breiðholti sem er grunaður um brot á lyfjalögum. Þegar lögreglumenn nálguðust manninn reyndi hann að henda frá sér poka sem innihélt lyfseðilsskyld lyf. Lögregla hefur áður haft afskipti af manninum vegna gruns um fíkniefnasölu. Meira »

Reynt til þrautar að ná saman

05:30 „Ég get nú ekki sagt að þetta sé farið að mjakast í rétta átt. Menn eru að kasta á milli sín hugmyndum. Það er alla vega verið að tala saman svo við skulum ekki alveg gefa þetta upp á bátinn.“ Meira »

Aukin útgjöld valda áhyggjum

05:30 Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir ASÍ hafa áhyggjur af tekjugrunni ríkisfjármálanna í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar. Meira »

Vísar kæru á Loga frá

05:30 Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur vísað frá kæru sem barst í haust og sneri að því að Logi Már Einarsson alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið dóttur sína á unglingsaldri með sér í kjörklefann á kjörstað á Akureyri þegar kosið var til Alþingis 27. október. Meira »

Fimm hótelíbúðir á 500 milljónir

05:30 Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna. Eigandi íbúðanna keypti hús á lóðinni árið 2005 fyrir 48 milljónir og byggði stærra hús á grunni þess gamla. Meira »

VSK á fjölmiðla lækki einnig

05:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist þess fullviss að strax á næsta ári muni virðisaukaskattur á bækur lækka. Meira »

Atvinnuþátttaka minnkar

05:30 Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur minni atvinnuþátttöku benda til að atvinnuleysi hafi náð lágmarki. Atvinnuleysi hafi aukist meðal erlendra ríkisborgara og mikill aðflutningur erlends vinnuafls náð hámarki. Meira »

Andlát: Leó Eiríkur Löve

05:30 Leó Eiríkur Löve hæstaréttarlögmaður lést 10. desember sl., 69 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 25. mars 1948, sonur Guðmundar Löve, kennara og síðar skrifstofumanns hjá SÍBS, og Rannveigar Ingveldar Eiríksdóttur, kennara við Melaskóla og síðar kennsluráðgjafa í Reykjanesumdæmi. Meira »

Velferðarmálin eru í brennidepli

05:30 Komið var fram á níunda tímann í gærkvöldi þegar fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Meira »

Ekkert samráð haft við íbúana

05:30 Einar Páll Svavarsson, íbúi í Mánatúni í Reykjavík, segir borgaryfirvöld ekki hafa tekið neitt tillit til gagnrýni íbúa í hverfinu á byggingu allt að 64 íbúða á lóðinni Borgartúni 24. Breyting á deiliskipulagi var auglýst í sumar. Skipulagssvæðið afmarkast af Samtúni, Borgartúni og Nóatúni. Meira »

Andlát: Arnbjörn Kristinsson

05:30 Arnbjörn Kristinsson, stofnandi og fv. forstjóri bókaútgáfunnar Setbergs, lést aðfaranótt miðvikudagsins 13. desember sl. á Vífilsstöðum, 92 ára að aldri. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Mercedes Benz 316 CDI
Mercedes Benz 316 CDI maxi 4x4. framl. 07.2016 Hátt og lágt drif. Rafmagns- og u...
Hagerty kristal spray
Hagerty kristal spray Slovak Kristal, Dalvegi 16 b, s. 5444333...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...