Neftóbaksgjald verði hækkað um helming

Íslenskt munntóbak.
Íslenskt munntóbak. mbl.is/RAX

Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis, segir að það liggi á að innleiða í íslensk lög tilskipun Evrópuþingsins frá árinu 2014 varðandi tóbaksvarnir. Hann velti því upp á morgunverðarfundi samtakanna Náum áttum hvort hækka eigi gjald á neftóbaki um helming.

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál. Yfirskrift fundarins, sem var haldinn á Grand Hótel, var: Rafrettur og munntóbak – nýr lífsstíll eða óvægin markaðssetning?

7,9% karla taka í vörina

Viðar benti á kannanir sem sýna þróun tóbaksneyslu á Íslandi. Þar kemur fram að daglegar reykingar á sígarettum í 10. bekk gunnskóla og á meðal framhaldsskólanema hafi lækkað mikið frá árinu 2000 til 2014.

Könnun var einnig gerð á munntóbaksnotkun  á meðal Íslendinga 18 til 69 ára. Þar kom fram að 4,1% taka í vörina á meðan 95,5% gera það ekki.  

Þegar tölur yfir karla voru teknar út kom í ljós að 7,9% þeirra taka í vörina en 92% gera það ekki.

Fleiri ungir karlar taka í vörina

Það hefur jafnframt aukist að ungir karlar, 18 til 24 ára, taki í vörina. Árið 2012 tóku 15% þeirra daglega í vörina en á síðasta ári var talan komin í 23%. Hjá körlum á aldrinum 25 til 34 ára þá tóku 13% þeirra daglega í vörina árið 2012 en talan hafði lækkað í 7% árið 2015.

Á fundinum sagði Viðar að munntóbaksneysla skaði heilsu, valdi mikilli fíkn og sé viðbótarneysla sem komi ekki í staðinn fyrir reykingar. Þannig reykja strákar í svipuðu hlutfalli og stelpur, þrátt fyrir að þeir taki mun meira í vörina.

Embætti landlæknis.
Embætti landlæknis. mbl/ Kristinn Ingvarsson

11% aukning á framleiðslu neftóbaks

Framleiðsla ÁTVR á íslensku neftóbaki hér á landi hefur aukist um 11% á fyrstu átta mánuðum þessa árs, miðað við á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis.

Til að stemmma stigu við aukinni munntóbaksneyslu á meðal ungra karla velti Viðar því fyrir sér á fundinum hvort hækka þurfi neftóbaksgaldið hér á landi aftur um helming en það var síðast gert um áramótin 2012 til 2013.

Fylgir ekki kaupmáttaraukningu

Hann nefndi í samtali við mbl.is að virðisaukaskattur á tóbak hafi verið lækkaður úr 25,5% í 24% í fyrra. „Hækkunin á tóbaksgjaldinu hefur rétt náð að fylgja neysluvísitölunni. Þegar við horfum á kaupmáttaraukninguna undanfarið ár þá verður sífellt auðveldara að kaupa tóbak,“ sagði hann og telur það hafa sannast að hækkun tóbaksgjalds sé áhrifaríkast í tóbaksvörnum.

Skýrsla um þróun tóbaksneyslu á Íslandi

Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. mbl.is/Ófeigur

Liggur á að innleiða tilskipun um tóbaksvarnir

Viðar segir að það liggi á að innleiða í íslensk lög tilskipun Evrópuþingsins frá árinu 2014 varðandi tóbaksvarnir. Þar er m.a. kveðið á um stærri viðvörunarmerkingar á tóbak, þannig að þær þeki 65% af fram- og bakhlið varanna, reglur um bragðbætt tóbak og notkun rafsígaretta.

Í skrifuðum athugasemdum við tilskipunina kemur fram að einkennandi bragð á sígarettum og öðru reyktóbaki skuli bannað, þ.e. að bannað verði að bragðbæta reyktóbak. Megintilgangurinn er sá að vernda ungt fólk og koma í veg fyrir að það verði háð tóbaki. Þetta á að gera í skrefum og líklegt er að mentol verði síðasta bragðefnið sem verður bannað.

Gríðarlega mikilvægt

„Það er töluvert síðan það var byrjað að skrifa tilskipunina inn í íslensk lög en hins vegar mun það örugglega ekki nást fyrir þetta þing. Þá er það bara okkur hlutverk að fylgja því eftir að það verði gert,“ sagði Viðar í samtali við mbl.is eftir fundinn.

Hann sagði gríðarlega mikilvægt að tilskipunin fari í íslensk lög og nefndi að skýrari reglur þurfi einnig um notkun rafsígaretta.

Samkvæmt skrifuðum athugasemdum við tilskipunina verða auknar kröfur á að upplýsingar verði sýnilegar um innihaldsefni í tóbaksvörum, auk þess sem bann við sölu munntóbaks verður áréttað og að sala yfir landamæri verði bönnuð.

Manneskja reykir rafsígarettu í París.
Manneskja reykir rafsígarettu í París. AFP

Tilkynni um rafsígarettur

Þar eru einnig ákvæði um rafsígarettur. Gerð er krafa um að framleiðendur og innflytjendur rafsígaretta og áfyllingaríláta leggi fram tilkynningu um vörurnar áður en þær eru settar á markað. Þær geta skapað heilbrigðisáhættu í höndum barna og því er nauðsynlegt að tryggja að þær séu barnheldar.

Einungis á að heimila að rafsígarettur sem gefa frá sér nikótín í jöfnum skömmtum séu settar á markað, samkvæmt athugasemdunum. Einnig eiga á merkingum og umbúðum að vera fullnægjandi og viðeigandi upplýsingar um örugga notkun rafsígaretta til að vernda öryggi og heilbrigði manna.

Ekki reglur um reyklaust umhverfi

Viðar benti í fyrirlestri sínum á að í tilskipun Evrópuþingins eru ekki samræmdar reglur um reyklaust umhverfi eða sölufyrirkomulag, fyrirkomulag auglýsinga eða útbreiðslu vörumerkis í hverju landi fyrir sig né heldur innleidd aldurstakmörk fyrir rafvindlinga eða áfyllingarílát.

Í öllu falli ætti kynning og auglýsing á þessum vörum ekki að leiða til þess að ýta undir tóbaksneyslu eða valda ruglingi við tóbaksvörur. Aðildarríkjunum er frjálst að setja reglur um slík málefni innan sinnar eigin lögsögu og eru hvött til að gera það.

14% 10. bekkinga prófað rafsígarettur

Gallup gerði í maí fyrra könnun á notkun rafsígaretta hér á landi. Samtals sögðust 2,5% aðspurðra á meðal beggja kynja á aldrinum 18 til 69 ára nota eða hafa notað rafsígarettur, á meðan 97,5% höfðu ekki gert það. Alls sögðust 75% þeirra sem höfðu notað rafsígarettur nota þær sem eru með nikótínvökva. 

Samkvæmt annarri könnun Rannsókna og greininga við Háskólann í Reykjavík frá því í fyrra kemur fram að um 10% 10. bekkinga höfðu prófað rafsígarettur einu sinni til fimm sinnum um ævina. Í nýrri könnun árið 2016 er hlutfallið komi í 14%. Viðar sagði að þessi aukning hafi komið sér mjög á óvart. 

Viðar benti á að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ætli að banna neyslu á rafsígarettum þar sem reykingar eru bannaðar, þangað til stofnunin hefur betri gögn í höndunum um skaðsemi rafsígaretta.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þriggja bíla árekstur

Í gær, 22:59 Þrír bílar lentu í árekstri á Suðurlandsvegi til móts við afleggjara inn í Heiðmörk um klukkan 20 í kvöld.  Meira »

Hitinn fór upp í 18,4 stig

Í gær, 22:50 Veðrið lék við flesta landsmenn í dag og fór hitinn mest upp í 18,4 stig í Árnesi. Suðvestlæg átt verður ríkjandi á morgun og áfram verður hlýtt í vikunni. Meira »

Eygir í langþráða heimferð frá Kanarí

Í gær, 22:15 Farið er að sjá fyrir endann á langri bið Íslendinganna sem áttu flug bókað heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með Primera Air klukkan fjögur í gær en verið er að hleypa farþegum um borð um kl. 21.30, eða hátt í einum og hálfum sólarhring á eftir áætlun. Meira »

Flugeldasýningin í myndum

Í gær, 22:00 Taktfastar sprengingar frá risastórri flugeldasýningu Menningarnætur ómuðu um alla Reykjavík í logninu í gær. Ljósasýningin var tilþrifamikil að mati viðstaddra. Meira »

Metfjöldi upplifir almyrkvann

Í gær, 21:43 Sá sjaldgæfi atburður verður í Bandaríkjunum á morgun að þar mun sjást almyrkvi á sólu. Almyrkvinn gengur þvert yfir Bandaríkin, frá Oregon á Vesturströndinni þar sem hann hefst klukkan 10:15 að staðartíma yfir til Suður-Karólínu þar sem honum lýkur um 90 mínútum síðar. Meira »

Geðshræring greip um sig

Í gær, 21:28 Mikil geðshræring greip um sig í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag er bíl var ekið á bygginguna. Lögreglu tókst ekki að yfirbuga ökumanninn fyrr en inn í flugstöðina var komið. Starfsmaður á vellinum segir starfsfólki og farþegum hafa verið brugðið, ekki síst vegna hryðjuverkanna í Evrópu að undanförnu. Meira »

Hvers vegna var Birna myrt?

Í gær, 20:38 Á morgun hefst aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar. Meira »

Leita enn mannsins með byssuna

Í gær, 21:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns um tvítugt sem veifaði skotvopni í Hafnarfirði og kann að hafa ógnað fólki með henni. Ekki liggur ljóst fyrir hvort maðurinn hafi verið að ógna fólki með byssunni, en margt bendir til þess. Meira »

Kveikt í palli í Keflavík

Í gær, 20:15 Brunavarnir Suðurnesja voru kvaddar að húsi við Hafnargötu í Keflavík á áttunda tímanum í kvöld þar sem eldur logaði í trépalli við hús sem kallað er 88-húsið. Meira »

Sagði konunni að „drulla sér“ út

Í gær, 19:58 Konan sem rifin var með valdi út úr bíl sínum við Leifsstöð fyrr í dag var á leið heim af Keflavíkurflugvelli þar sem hún starfar. Maðurinn hljóp í átt að bílnum, kýldi fast í bílrúðuna og sagði henni að „drulla sér úr bílnum“ áður en hann reif hana út. Meira »

Eykur stuðning við Reykjavíkurmaraþon

Í gær, 19:51 Íslandsbanki hefur ákveðið að auka stuðning sinn við Reykjavíkurmaraþon. Bankinn mun greiða allan kostnað sem fellur til við söfnunina svo sem þróun og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðunnar og færslugjöld vegna áheita. Meira »

Ók utan í lögreglubíl

Í gær, 19:44 Um klukkan 2 í fyrrinótt stöðvaði lögreglan á Akureyri sautján ára ökumann undir áhrifum fíkniefna framan við Engimýri í Öxnadal. Þá hafði lögreglan veitt honum eftirför frá Þingvallastræti á Akureyri. Meira »

Ísland tvisvar á lista CNN

Í gær, 19:44 Seljalandsfoss og Skaftafell eru á lista CNN yfir helstu náttúruperlur heims þar sem landslagið getur hreinlega gert fólk orðlaust. Meira »

Margoft á sjúkrahús vegna ofneyslu

Í gær, 18:30 Hér á landi er fjöldi einstaklinga lagður inn á bráðadeildir á hverju ári vegna ofneyslu lyfja. Margir þeirra sem deyja vegna ofneyslu eiga margar innlagnir að baki áður en kemur að andláti. Það sem af er ári hafa 14 andlát verið til skoðunar hjá lyfjateymi embættis landlæknis. Meira »

Tilkynnt um eld á Laugavegi

Í gær, 17:37 Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um reyk á Laugavegi nú á sjötta tímanum í dag. Þegar slökkvibílar voru lagðir af stað kom í ljós að um minniháttar eld var að ræða. Meira »

Kýldi löggu, rændi bíl og ók á Leifsstöð

Í gær, 18:46 Maður ók bifreið á Leifsstöð rétt um klukkan sex í dag. Þetta staðfestir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Bifreið lögreglunnar á Suðurnesjum hafði veitt bifreiðinni eftirför frá Reykjanesbraut og að Leifsstöð þar sem eftirförinni lauk. Meira »

Tveir bílar og hestakerra ultu

Í gær, 18:17 Rétt eftir klukkan 18 í dag lentu tveir bílar í árekstri á þjóðveginum við Laugaland á Þelamörk. Bílarnir voru báðir á suðurleið og sá fremri var með hestakerru í eftirdragi. Ökumaður aftari bílsins hugðist aka fram úr en rakst þá bíll hans utan í hestakerruna með þeim afleiðingum að hún losnaði. Meira »

Skóflustunga tekin að Skarðshlíðarskóla

Í gær, 17:22 Fyrsta skóflustungan að byggingu Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði verður tekin á morgun, mánudag. Skólinn er níundi grunnskóli bæjarins en áætlanir gera ráð fyrir að skólinn verði eingöngu byggður fyrir eigið fé, einkum tekjur af lóðasölu. Meira »
Hnakkastólar á aðeins 25.000 svartur rústrauðir og beige www.Egat.is
Hnakkastóll aðeins 25.000 svartur, rústrauðir eða beige 100% visa raðgreiðslur....
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...