Neftóbaksgjald verði hækkað um helming

Íslenskt munntóbak.
Íslenskt munntóbak. mbl.is/RAX

Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis, segir að það liggi á að innleiða í íslensk lög tilskipun Evrópuþingsins frá árinu 2014 varðandi tóbaksvarnir. Hann velti því upp á morgunverðarfundi samtakanna Náum áttum hvort hækka eigi gjald á neftóbaki um helming.

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál. Yfirskrift fundarins, sem var haldinn á Grand Hótel, var: Rafrettur og munntóbak – nýr lífsstíll eða óvægin markaðssetning?

7,9% karla taka í vörina

Viðar benti á kannanir sem sýna þróun tóbaksneyslu á Íslandi. Þar kemur fram að daglegar reykingar á sígarettum í 10. bekk gunnskóla og á meðal framhaldsskólanema hafi lækkað mikið frá árinu 2000 til 2014.

Könnun var einnig gerð á munntóbaksnotkun  á meðal Íslendinga 18 til 69 ára. Þar kom fram að 4,1% taka í vörina á meðan 95,5% gera það ekki.  

Þegar tölur yfir karla voru teknar út kom í ljós að 7,9% þeirra taka í vörina en 92% gera það ekki.

Fleiri ungir karlar taka í vörina

Það hefur jafnframt aukist að ungir karlar, 18 til 24 ára, taki í vörina. Árið 2012 tóku 15% þeirra daglega í vörina en á síðasta ári var talan komin í 23%. Hjá körlum á aldrinum 25 til 34 ára þá tóku 13% þeirra daglega í vörina árið 2012 en talan hafði lækkað í 7% árið 2015.

Á fundinum sagði Viðar að munntóbaksneysla skaði heilsu, valdi mikilli fíkn og sé viðbótarneysla sem komi ekki í staðinn fyrir reykingar. Þannig reykja strákar í svipuðu hlutfalli og stelpur, þrátt fyrir að þeir taki mun meira í vörina.

Embætti landlæknis.
Embætti landlæknis. mbl/ Kristinn Ingvarsson

11% aukning á framleiðslu neftóbaks

Framleiðsla ÁTVR á íslensku neftóbaki hér á landi hefur aukist um 11% á fyrstu átta mánuðum þessa árs, miðað við á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis.

Til að stemmma stigu við aukinni munntóbaksneyslu á meðal ungra karla velti Viðar því fyrir sér á fundinum hvort hækka þurfi neftóbaksgaldið hér á landi aftur um helming en það var síðast gert um áramótin 2012 til 2013.

Fylgir ekki kaupmáttaraukningu

Hann nefndi í samtali við mbl.is að virðisaukaskattur á tóbak hafi verið lækkaður úr 25,5% í 24% í fyrra. „Hækkunin á tóbaksgjaldinu hefur rétt náð að fylgja neysluvísitölunni. Þegar við horfum á kaupmáttaraukninguna undanfarið ár þá verður sífellt auðveldara að kaupa tóbak,“ sagði hann og telur það hafa sannast að hækkun tóbaksgjalds sé áhrifaríkast í tóbaksvörnum.

Skýrsla um þróun tóbaksneyslu á Íslandi

Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. mbl.is/Ófeigur

Liggur á að innleiða tilskipun um tóbaksvarnir

Viðar segir að það liggi á að innleiða í íslensk lög tilskipun Evrópuþingsins frá árinu 2014 varðandi tóbaksvarnir. Þar er m.a. kveðið á um stærri viðvörunarmerkingar á tóbak, þannig að þær þeki 65% af fram- og bakhlið varanna, reglur um bragðbætt tóbak og notkun rafsígaretta.

Í skrifuðum athugasemdum við tilskipunina kemur fram að einkennandi bragð á sígarettum og öðru reyktóbaki skuli bannað, þ.e. að bannað verði að bragðbæta reyktóbak. Megintilgangurinn er sá að vernda ungt fólk og koma í veg fyrir að það verði háð tóbaki. Þetta á að gera í skrefum og líklegt er að mentol verði síðasta bragðefnið sem verður bannað.

Gríðarlega mikilvægt

„Það er töluvert síðan það var byrjað að skrifa tilskipunina inn í íslensk lög en hins vegar mun það örugglega ekki nást fyrir þetta þing. Þá er það bara okkur hlutverk að fylgja því eftir að það verði gert,“ sagði Viðar í samtali við mbl.is eftir fundinn.

Hann sagði gríðarlega mikilvægt að tilskipunin fari í íslensk lög og nefndi að skýrari reglur þurfi einnig um notkun rafsígaretta.

Samkvæmt skrifuðum athugasemdum við tilskipunina verða auknar kröfur á að upplýsingar verði sýnilegar um innihaldsefni í tóbaksvörum, auk þess sem bann við sölu munntóbaks verður áréttað og að sala yfir landamæri verði bönnuð.

Manneskja reykir rafsígarettu í París.
Manneskja reykir rafsígarettu í París. AFP

Tilkynni um rafsígarettur

Þar eru einnig ákvæði um rafsígarettur. Gerð er krafa um að framleiðendur og innflytjendur rafsígaretta og áfyllingaríláta leggi fram tilkynningu um vörurnar áður en þær eru settar á markað. Þær geta skapað heilbrigðisáhættu í höndum barna og því er nauðsynlegt að tryggja að þær séu barnheldar.

Einungis á að heimila að rafsígarettur sem gefa frá sér nikótín í jöfnum skömmtum séu settar á markað, samkvæmt athugasemdunum. Einnig eiga á merkingum og umbúðum að vera fullnægjandi og viðeigandi upplýsingar um örugga notkun rafsígaretta til að vernda öryggi og heilbrigði manna.

Ekki reglur um reyklaust umhverfi

Viðar benti í fyrirlestri sínum á að í tilskipun Evrópuþingins eru ekki samræmdar reglur um reyklaust umhverfi eða sölufyrirkomulag, fyrirkomulag auglýsinga eða útbreiðslu vörumerkis í hverju landi fyrir sig né heldur innleidd aldurstakmörk fyrir rafvindlinga eða áfyllingarílát.

Í öllu falli ætti kynning og auglýsing á þessum vörum ekki að leiða til þess að ýta undir tóbaksneyslu eða valda ruglingi við tóbaksvörur. Aðildarríkjunum er frjálst að setja reglur um slík málefni innan sinnar eigin lögsögu og eru hvött til að gera það.

14% 10. bekkinga prófað rafsígarettur

Gallup gerði í maí fyrra könnun á notkun rafsígaretta hér á landi. Samtals sögðust 2,5% aðspurðra á meðal beggja kynja á aldrinum 18 til 69 ára nota eða hafa notað rafsígarettur, á meðan 97,5% höfðu ekki gert það. Alls sögðust 75% þeirra sem höfðu notað rafsígarettur nota þær sem eru með nikótínvökva. 

Samkvæmt annarri könnun Rannsókna og greininga við Háskólann í Reykjavík frá því í fyrra kemur fram að um 10% 10. bekkinga höfðu prófað rafsígarettur einu sinni til fimm sinnum um ævina. Í nýrri könnun árið 2016 er hlutfallið komi í 14%. Viðar sagði að þessi aukning hafi komið sér mjög á óvart. 

Viðar benti á að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ætli að banna neyslu á rafsígarettum þar sem reykingar eru bannaðar, þangað til stofnunin hefur betri gögn í höndunum um skaðsemi rafsígaretta.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skora á ráðamenn að tryggja úrbætur

00:03 Húsfyllir var á íbúafundi í Bæjarbíói í kvöld þar sem umferðaröryggi í og við Reykjanesbrautina var rætt. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að fundargestir hafi spurt margs, enda brautin fyrirferðamikið mannvirki og sem kljúfi bæjarfélagið þvert og endilangt. Meira »

Ítrekar fyrirspurn um yfirhylmingu kynferðisbrota

Í gær, 21:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ítrekað fyrirspurn sína til dómsmálaráðherra um viðurlög við því að hylma yfir kynferðisafbrot, en 15 virkra daga lögbundinn frestur til að svara fyrirspurninni er liðinn. Meira »

Þögnin rofin um allan heim

Í gær, 21:30 „Það sem er að gerast núna er að þetta er að vissu leyti endurtekning á byltingunni sem átti sér stað hér 2015,“ segir Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar. Að hennar mati má segja að #metoo byltingin sé í raun hnattvæðing þöggunarbyltingarinnar sem varð hér á landi árið 2015. Meira »

Senda meðmælendalistann til lögreglu

Í gær, 21:05 Meðmælendalista Íslensku þjóðfylkingarinnar vegna framboðs flokksins í Suðurkjördæmi verður vísað til lögreglu. Þetta staðfesti Ólafía Ingólfsdóttir, formaður kjörstjórnar Suðurkjördæmis, í samtali við mbl.is og sagði ákvörðunina hafa verið tekna á fundi yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis nú síðdegis. Meira »

Segja meirihlutann misnota aðstöðu sína

Í gær, 20:45 Minnihlutinn í borgarstjórn gerir athugasemdir við bækling um húsnæðismál sem dreift var inn á öll heimili í Reykjavík í morgun. Vilja fulltrúar minnihlutans meina að meirihlutinn sé að misnota aðstöðu sína í aðdraganda alþingiskosninga til að kynna áherslur sínar í húsnæðismálum. Meira »

Kjóstu til að komast í kosningapartý ársins

Í gær, 20:36 Til að komast i eitt flottasta kosningapartý landsins þarftu að kjósa. Og sanna það með sjálfu af sér á kjörstað.  Meira »

Hef gaman af því að grúska

Í gær, 20:17 Ólafur Ragnarsson hefur haldið úti bloggsíðu um íslensk kaupskip síðan 2009. Á síðunni, Fragtskip Óla Ragg, sem finna má á slóðinni www.fragtskip.123.is, er að finna hafsjó af fróðleik. Meira »

Frelsarinn á flöskum fyrir jólin

Í gær, 20:31 Frelsarinn, Almáttugur, Heims um bjór, Askasleikir og Hurðaskellir eru meðal þeirra bjórtegunda sem rata munu í hillur Vínbúðanna þann 15. nóvember. Koma jólabjórsins vekur jafnan mikla athygli. Fyrir þessi jóli verða rúmlega 40 tegundir í sölu og á ÁTVR von á að salan nemi milli 700-800.000 lítra. Meira »

Rafmagnslaust í Kópavogi

Í gær, 20:16 Rafmagn fór af stórum hluta Kópavogs, m.a. á Kársnessvæðinu um áttaleytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er um bilun í háspennulínu að ræða. Meira »

Síldarlýsi út á salatið?

Í gær, 19:58 Íslenski Sjávarklasinn bauð til viðburðarins „Matur & nýsköpun“ síðdegis. Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri klasans mætti í beinu framhaldi í Magasínið á K100 til að segja frá því nýjasta sem íslenskir matarfrumkvöðlar hafa verið að framleiða og þróa. Vörur sem nú eru komnar á markað. Meira »

Uppáhalds er undirspilið

Í gær, 19:45 „Stemningin var frábær. Fólk kunni lögin, söng með og fór að dansa og dilla sér. Þetta gerist ekki betra,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður. Nú um helgina var á Hótel Grímsborgum, sem er fyrir austan fjall, fyrsta skemmtunin í tónleikaröðinni Uppáhalds, þar sem flutt eru nokkur af lögum Gunnars sem Þorsteinn Eggertsson hefur gert texta við. Meira »

Allar þjóðlendur á einu korti

Í gær, 19:35 „Þetta eru gögn sem við höfum safnað héðan og þaðan,“ segir Daði Björnsson, landfræðingur hjá Loftmyndum, um nýja þekju sem bætt hefur verið við kort fyrirtækisins á vefnum map.is. Þar má í fyrsta sinn sjá á einum stað upplýsingar um þjóðlendur landsins. Skotveiðimenn fagna kortinu. Meira »

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Í gær, 19:10 Þær voru margar og fjölbreyttar starfsgreinarnar sem kynntar voru nemendum í 8. og 10. bekk grunnskólanna á Suðurnesjum í liðinni viku, samtals 108. Kynningin er mikilvæg til að auka starfsvitund og skerpa framtíðarsýn ungs fólks. Meira »

Í farbanni vegna gruns um smygl á fólki

Í gær, 18:40 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður sem grunaður er um smygl á fólki sæti farbanni allt til föstudagsins 10. nóvember næstkomandi. Við komu mannsins hingað til lands fundust á honum skilríki annars fólks, í tösku, sem hann sagðist svo ekki eiga. Meira »

Frysta ástand meðan málið er hjá dómstólum

Í gær, 18:24 Með því að fallast á lögbannskröfu er embætti sýslumanns að frysta tiltekið ástand á meðan að málið er til meðferðar hjá dómstólum. Þetta segir í yfirlýsingu frá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, vegna lögbanns sem lagt var á fréttir Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnar voru úr gögnum sem komu innan úr Glitni. Meira »

Fríverslun forsenda farsældar Íslands

Í gær, 18:50 Forsenda þeirrar velmegunar sem Ísland hefur notið til þessa er fríverslun. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi Félags atvinnurekenda í morgun þar sem fjallað var um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sagði ráðherrann Ísland vera skólabókardæmi um mikilvægi fríverslunar. Meira »

Lögbannsmál geta tekið nokkrar vikur

Í gær, 18:35 Næsta skref í lögbannsmálinu er að Glitnir HoldCo fái útgefna réttarstefnu hjá héraðsdómi en frestur til að fá stefnu útgefna er vika. Engin gögn eru til um meðaltíma málsmeðferðar í lögbannsmálum. Meira »

Gamli Iðnaðarbankinn jarðsunginn

Í gær, 18:10 Stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12, sem reis á árunum 1959-1963, verður jarðsungið á fimmtudaginn kl. 18. „Okkur langar að heiðra minningu byggingarinnar,“ segir Anna María Bogadóttir arkitekt og einn af skipuleggjendum jarðsöngsins. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Fornhjól til sölu
Súkka 81 Gs 1000 L til sölu frábært hjól ekið aðeins 13000. m eð ca 20,000 km e...
Erro
...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...