Rafrettur hafa ruglað okkur í ríminu

Bandarísk kona reykir rafsígarettu.
Bandarísk kona reykir rafsígarettu. AFP

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir og sérfræðingur í heimilislækningum, telur að rafsígarettur hafi ruglað okkur í ríminu. Ekki sé allt sem sýnist varðandi hættuna sem stafar af þeim og að fordómarnir séu miklir í kringum þær.

Þetta kom fram í máli hans á fjölmennum morgunverðarfundi á Grand Hótel í morgun sem samtökin Náum áttum, sem er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál, boðuðu til. Yfirskrift fundarins var: Rafrettur og munntóbak – nýr lífsstíll eða óvægin markaðssetning?

Skaðleg áhrif ekki þekkt

Guðmundur benti á erlendar rannsóknir sem sýna að rafsígarettur séu 95% öruggari heilsu okkar en hefðbundnar sígarettur og að ekki séu efni til staðar í rafgufunni sem valdi heilsutjóni eða krabbameinsvaldandi áhrifum. Ekki séu þekkt skaðleg áhrif af innihaldi vökvans. Óljóst sé með skaðleg áhrif af einstaka bragðefni og því sé 5% fyrirvari á hættunni.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson á morgunverðarfundinum.
Guðmundur Karl Snæbjörnsson á morgunverðarfundinum. mbl.is/Ófeigur

Eiturefnin tekin út

Hann sagði að rafsígarettur væru ekki hollar og ekki fyr­ir þá sem ekki reykja en tók fram að þær væru miklu skaðlaus­ari en síga­rett­ur. Öll þau eiturefni sem eru í sígarettum sem drepa fólk hafi verið tekin út. Hann bætti við að samkvæmt sérfræðingum er nikótín álíka skaðlegt og kaffi .

Í fyrirlestrinum benti hann á niðurstöðu bandarískar rannsóknar sem sýnir að 4% barna í menntaskólum reykja sígarettur, 5,2% reykja sígarettur og rafrettur og 8,2% nota eingöngu rafrettur. Samkvæmt rannsókninni voru það 96% þeirra barna sem höfðu prófað rafrettu og sem ekki höfðu reykt, þau notuðu ekki nikótín í rafretturnar sínar. Augljóst mál væri að krakkarnir væru að leiðast frá hefðbundnum sígarettum með því að reykja frekar rafsígarettur.

Að sögn Guðmundar eru áhrif rafsígaretta þau að við losnum alfarið við reykingatengda sjúkdóma en afleiddur kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið vegna þeirra sjúkdóma er 40 milljarðar króna á ári.

90% geta ekki hætt að reykja

Lára G . Sigurðardóttir, læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélags Íslands, hélt einnig fyrirlestur á morgunverðarfundinum og voru hún og Guðmundur stundum á öndverðum meiði.

Í máli hennar kom fram að 38 rannsóknir hafi sýnt að reykingarmenn sem notuðu rafsígarettur voru 28% ólíklegri til að hætta að reykja, óháð því hvort þeir hefðu áhuga á því eða ekki. „Meira en 90% þeirra sem reyna að hætta að reykja með rafsígarettum tekst það ekki,“ sagði hún.

Lára sagði að rannsóknir hafi verið rangtúlkaðar í fjölmiðlum þar sem því hefur verið haldið fram að rafsígarettur valdi niðursveiflu í reykingum. Engin merki séu um að rafsígarettur tengist lækkun á tíðni daglegra reykinga.

Lára G. Sigurðardóttir (til vinstri) á fundinum í morgun.
Lára G. Sigurðardóttir (til vinstri) á fundinum í morgun. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Nikótín ekki skaðlaust

Hún bætti við að nikótín væri ekki skaðlaust eins og Guðmundur hélt fram. Þvert á móti sé það sterkt ávanabindandi eiturefni og sé flokkað þannig hjá Umhverfisstofnun. Dæmi um þetta er að fóstur móður sem neytir nikótíns í einhverju formi á meðgöngu geti orðið fyrir varanlegri þroskaskerðingu.

Sjö krabbameinsvaldandi efni

Hún benti á að samkvæmt bandarískri rannsókn hefðu tveir þriðju hlutar þeirra sem sögðust nota rafsígarettur einnig hafa reykt. Einnig nefndi hún að sjö krabbameinsvaldandi efni, ásamt öðrum skaðlegum efnum, hefðu fundist í rafsígarettum. Í þeim væri heldur engin vatnsgufa eins og ranglega hafi verið haldið fram og að nikótínmagnið í þeim væri oft meira en gefið sé upp. 

Fjölmennt var á Grand Hótel í morgun.
Fjölmennt var á Grand Hótel í morgun. mbl.is/Ófeigur

Líklegri til sígarettureykinga

„Það hefur verið sýnt fram á að þeir unglingar sem nota rafsígarettur eru líklegri til að leiðast út í sígarettureykingar,“ sagði Lára. „Rafsígaretturnar eru bissness. Rannsóknir sýna að ef unglingar sjá auglýsingar með þeim eru þeir líklegri til að byrja að prófa.“

Hún nefndi að tóbaksfyrirtækin hefðu fjárfest í rafsígarettuiðnaðinum og að fjárhæðir í sem fari í kaup á rafsígarettuauglýsingum hafi hátt í tuttugufaldast á þremur árum.

„Yngsta kynslóðin er auðveld bráð nikótínfíknarinnar,“ sagði hún.

Rafsígarettur eru tóbak

Í máli Láru kom einnig fram að ungum börnum stafi bráð hætta af nikótínvökvum. Barn sem drekki nikótínvökva geti farið í öndunarstopp og dáið.

Hún kvaðst  hafa heyrt það sagt að rafsígarettur séu ekki tóbak. Því sagðist hún ekki sammála og nefndi að rafsígarettur innihaldi nikótín sem sé unnið úr sömu laufum og tóbak.

Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. mbl.is/Ófeigur

Andi ekki að sér reyk frá rafsígarettum

Lára sagði mikilvægt að krafa sé gerð um gæðavottorð á innihaldi rafrettuvökva til að vernda neytendur svo hægt sé að vita hverjir selja hann og hvað sé í efni vökvanna. Þannig þurfi að leyfa sölu á nikótínvökvum undir ströngu eftirliti.

Hún vill að rafsígarettur falli undir tóbaksvarnarlög til að vernda börnin og þá sem hafa ekki áhuga á að anda að sér nikótíni og öðrum óæskilegum efnum frá rafsígarettum. Einnig þurfi að tryggja að börn og unglingar hafi ekki aðgang að rafsígarettum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þriggja bíla árekstur

Í gær, 22:59 Þrír bílar lentu í árekstri á Suðurlandsvegi til móts við afleggjara inn í Heiðmörk um klukkan 20 í kvöld.  Meira »

Hitinn fór upp í 18,4 stig

Í gær, 22:50 Veðrið lék við flesta landsmenn í dag og fór hitinn mest upp í 18,4 stig í Árnesi. Suðvestlæg átt verður ríkjandi á morgun og áfram verður hlýtt í vikunni. Meira »

Eygir í langþráða heimferð frá Kanarí

Í gær, 22:15 Farið er að sjá fyrir endann á langri bið Íslendinganna sem áttu flug bókað heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með Primera Air klukkan fjögur í gær en verið er að hleypa farþegum um borð um kl. 21.30, eða hátt í einum og hálfum sólarhring á eftir áætlun. Meira »

Flugeldasýningin í myndum

Í gær, 22:00 Taktfastar sprengingar frá risastórri flugeldasýningu Menningarnætur ómuðu um alla Reykjavík í logninu í gær. Ljósasýningin var tilþrifamikil að mati viðstaddra. Meira »

Metfjöldi upplifir almyrkvann

Í gær, 21:43 Sá sjaldgæfi atburður verður í Bandaríkjunum á morgun að þar mun sjást almyrkvi á sólu. Almyrkvinn gengur þvert yfir Bandaríkin, frá Oregon á Vesturströndinni þar sem hann hefst klukkan 10:15 að staðartíma yfir til Suður-Karólínu þar sem honum lýkur um 90 mínútum síðar. Meira »

Geðshræring greip um sig

Í gær, 21:28 Mikil geðshræring greip um sig í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag er bíl var ekið á bygginguna. Lögreglu tókst ekki að yfirbuga ökumanninn fyrr en inn í flugstöðina var komið. Starfsmaður á vellinum segir starfsfólki og farþegum hafa verið brugðið, ekki síst vegna hryðjuverkanna í Evrópu að undanförnu. Meira »

Hvers vegna var Birna myrt?

Í gær, 20:38 Á morgun hefst aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar. Meira »

Leita enn mannsins með byssuna

Í gær, 21:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns um tvítugt sem veifaði skotvopni í Hafnarfirði og kann að hafa ógnað fólki með henni. Ekki liggur ljóst fyrir hvort maðurinn hafi verið að ógna fólki með byssunni, en margt bendir til þess. Meira »

Kveikt í palli í Keflavík

Í gær, 20:15 Brunavarnir Suðurnesja voru kvaddar að húsi við Hafnargötu í Keflavík á áttunda tímanum í kvöld þar sem eldur logaði í trépalli við hús sem kallað er 88-húsið. Meira »

Sagði konunni að „drulla sér“ út

Í gær, 19:58 Konan sem rifin var með valdi út úr bíl sínum við Leifsstöð fyrr í dag var á leið heim af Keflavíkurflugvelli þar sem hún starfar. Maðurinn hljóp í átt að bílnum, kýldi fast í bílrúðuna og sagði henni að „drulla sér úr bílnum“ áður en hann reif hana út. Meira »

Eykur stuðning við Reykjavíkurmaraþon

Í gær, 19:51 Íslandsbanki hefur ákveðið að auka stuðning sinn við Reykjavíkurmaraþon. Bankinn mun greiða allan kostnað sem fellur til við söfnunina svo sem þróun og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðunnar og færslugjöld vegna áheita. Meira »

Ók utan í lögreglubíl

Í gær, 19:44 Um klukkan 2 í fyrrinótt stöðvaði lögreglan á Akureyri sautján ára ökumann undir áhrifum fíkniefna framan við Engimýri í Öxnadal. Þá hafði lögreglan veitt honum eftirför frá Þingvallastræti á Akureyri. Meira »

Ísland tvisvar á lista CNN

Í gær, 19:44 Seljalandsfoss og Skaftafell eru á lista CNN yfir helstu náttúruperlur heims þar sem landslagið getur hreinlega gert fólk orðlaust. Meira »

Margoft á sjúkrahús vegna ofneyslu

Í gær, 18:30 Hér á landi er fjöldi einstaklinga lagður inn á bráðadeildir á hverju ári vegna ofneyslu lyfja. Margir þeirra sem deyja vegna ofneyslu eiga margar innlagnir að baki áður en kemur að andláti. Það sem af er ári hafa 14 andlát verið til skoðunar hjá lyfjateymi embættis landlæknis. Meira »

Tilkynnt um eld á Laugavegi

Í gær, 17:37 Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um reyk á Laugavegi nú á sjötta tímanum í dag. Þegar slökkvibílar voru lagðir af stað kom í ljós að um minniháttar eld var að ræða. Meira »

Kýldi löggu, rændi bíl og ók á Leifsstöð

Í gær, 18:46 Maður ók bifreið á Leifsstöð rétt um klukkan sex í dag. Þetta staðfestir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Bifreið lögreglunnar á Suðurnesjum hafði veitt bifreiðinni eftirför frá Reykjanesbraut og að Leifsstöð þar sem eftirförinni lauk. Meira »

Tveir bílar og hestakerra ultu

Í gær, 18:17 Rétt eftir klukkan 18 í dag lentu tveir bílar í árekstri á þjóðveginum við Laugaland á Þelamörk. Bílarnir voru báðir á suðurleið og sá fremri var með hestakerru í eftirdragi. Ökumaður aftari bílsins hugðist aka fram úr en rakst þá bíll hans utan í hestakerruna með þeim afleiðingum að hún losnaði. Meira »

Skóflustunga tekin að Skarðshlíðarskóla

Í gær, 17:22 Fyrsta skóflustungan að byggingu Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði verður tekin á morgun, mánudag. Skólinn er níundi grunnskóli bæjarins en áætlanir gera ráð fyrir að skólinn verði eingöngu byggður fyrir eigið fé, einkum tekjur af lóðasölu. Meira »
Húsbíll til sölu
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 05.2008. Ekinn 84 þús. 5 gíra. Eyðslugrann...
Kolaportið alltaf gott veður !
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...