Rafrettur hafa ruglað okkur í ríminu

Bandarísk kona reykir rafsígarettu.
Bandarísk kona reykir rafsígarettu. AFP

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir og sérfræðingur í heimilislækningum, telur að rafsígarettur hafi ruglað okkur í ríminu. Ekki sé allt sem sýnist varðandi hættuna sem stafar af þeim og að fordómarnir séu miklir í kringum þær.

Þetta kom fram í máli hans á fjölmennum morgunverðarfundi á Grand Hótel í morgun sem samtökin Náum áttum, sem er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál, boðuðu til. Yfirskrift fundarins var: Rafrettur og munntóbak – nýr lífsstíll eða óvægin markaðssetning?

Skaðleg áhrif ekki þekkt

Guðmundur benti á erlendar rannsóknir sem sýna að rafsígarettur séu 95% öruggari heilsu okkar en hefðbundnar sígarettur og að ekki séu efni til staðar í rafgufunni sem valdi heilsutjóni eða krabbameinsvaldandi áhrifum. Ekki séu þekkt skaðleg áhrif af innihaldi vökvans. Óljóst sé með skaðleg áhrif af einstaka bragðefni og því sé 5% fyrirvari á hættunni.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson á morgunverðarfundinum.
Guðmundur Karl Snæbjörnsson á morgunverðarfundinum. mbl.is/Ófeigur

Eiturefnin tekin út

Hann sagði að rafsígarettur væru ekki hollar og ekki fyr­ir þá sem ekki reykja en tók fram að þær væru miklu skaðlaus­ari en síga­rett­ur. Öll þau eiturefni sem eru í sígarettum sem drepa fólk hafi verið tekin út. Hann bætti við að samkvæmt sérfræðingum er nikótín álíka skaðlegt og kaffi .

Í fyrirlestrinum benti hann á niðurstöðu bandarískar rannsóknar sem sýnir að 4% barna í menntaskólum reykja sígarettur, 5,2% reykja sígarettur og rafrettur og 8,2% nota eingöngu rafrettur. Samkvæmt rannsókninni voru það 96% þeirra barna sem höfðu prófað rafrettu og sem ekki höfðu reykt, þau notuðu ekki nikótín í rafretturnar sínar. Augljóst mál væri að krakkarnir væru að leiðast frá hefðbundnum sígarettum með því að reykja frekar rafsígarettur.

Að sögn Guðmundar eru áhrif rafsígaretta þau að við losnum alfarið við reykingatengda sjúkdóma en afleiddur kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið vegna þeirra sjúkdóma er 40 milljarðar króna á ári.

90% geta ekki hætt að reykja

Lára G . Sigurðardóttir, læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélags Íslands, hélt einnig fyrirlestur á morgunverðarfundinum og voru hún og Guðmundur stundum á öndverðum meiði.

Í máli hennar kom fram að 38 rannsóknir hafi sýnt að reykingarmenn sem notuðu rafsígarettur voru 28% ólíklegri til að hætta að reykja, óháð því hvort þeir hefðu áhuga á því eða ekki. „Meira en 90% þeirra sem reyna að hætta að reykja með rafsígarettum tekst það ekki,“ sagði hún.

Lára sagði að rannsóknir hafi verið rangtúlkaðar í fjölmiðlum þar sem því hefur verið haldið fram að rafsígarettur valdi niðursveiflu í reykingum. Engin merki séu um að rafsígarettur tengist lækkun á tíðni daglegra reykinga.

Lára G. Sigurðardóttir (til vinstri) á fundinum í morgun.
Lára G. Sigurðardóttir (til vinstri) á fundinum í morgun. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Nikótín ekki skaðlaust

Hún bætti við að nikótín væri ekki skaðlaust eins og Guðmundur hélt fram. Þvert á móti sé það sterkt ávanabindandi eiturefni og sé flokkað þannig hjá Umhverfisstofnun. Dæmi um þetta er að fóstur móður sem neytir nikótíns í einhverju formi á meðgöngu geti orðið fyrir varanlegri þroskaskerðingu.

Sjö krabbameinsvaldandi efni

Hún benti á að samkvæmt bandarískri rannsókn hefðu tveir þriðju hlutar þeirra sem sögðust nota rafsígarettur einnig hafa reykt. Einnig nefndi hún að sjö krabbameinsvaldandi efni, ásamt öðrum skaðlegum efnum, hefðu fundist í rafsígarettum. Í þeim væri heldur engin vatnsgufa eins og ranglega hafi verið haldið fram og að nikótínmagnið í þeim væri oft meira en gefið sé upp. 

Fjölmennt var á Grand Hótel í morgun.
Fjölmennt var á Grand Hótel í morgun. mbl.is/Ófeigur

Líklegri til sígarettureykinga

„Það hefur verið sýnt fram á að þeir unglingar sem nota rafsígarettur eru líklegri til að leiðast út í sígarettureykingar,“ sagði Lára. „Rafsígaretturnar eru bissness. Rannsóknir sýna að ef unglingar sjá auglýsingar með þeim eru þeir líklegri til að byrja að prófa.“

Hún nefndi að tóbaksfyrirtækin hefðu fjárfest í rafsígarettuiðnaðinum og að fjárhæðir í sem fari í kaup á rafsígarettuauglýsingum hafi hátt í tuttugufaldast á þremur árum.

„Yngsta kynslóðin er auðveld bráð nikótínfíknarinnar,“ sagði hún.

Rafsígarettur eru tóbak

Í máli Láru kom einnig fram að ungum börnum stafi bráð hætta af nikótínvökvum. Barn sem drekki nikótínvökva geti farið í öndunarstopp og dáið.

Hún kvaðst  hafa heyrt það sagt að rafsígarettur séu ekki tóbak. Því sagðist hún ekki sammála og nefndi að rafsígarettur innihaldi nikótín sem sé unnið úr sömu laufum og tóbak.

Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. mbl.is/Ófeigur

Andi ekki að sér reyk frá rafsígarettum

Lára sagði mikilvægt að krafa sé gerð um gæðavottorð á innihaldi rafrettuvökva til að vernda neytendur svo hægt sé að vita hverjir selja hann og hvað sé í efni vökvanna. Þannig þurfi að leyfa sölu á nikótínvökvum undir ströngu eftirliti.

Hún vill að rafsígarettur falli undir tóbaksvarnarlög til að vernda börnin og þá sem hafa ekki áhuga á að anda að sér nikótíni og öðrum óæskilegum efnum frá rafsígarettum. Einnig þurfi að tryggja að börn og unglingar hafi ekki aðgang að rafsígarettum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mjög gott skíðafæri í dag

08:49 Opið er í dag á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði frá klukkan 11 til 16. Veður á svæðinu er mjög gott, suðaustan gola, 7 stiga frost og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór og því mjög gott til skíðaiðkunar. Tvær æfintýraleiðir eru klára, að kemur fram í tilkynningu. Meira »

Ók á 180 fram úr lögreglubíl

08:42 Þegar lögreglan á Suðurnesjum var við umferðareftirlit á Reykjanesbraut í vikunni var bifreið ekið á miklum hraða fram úr lögreglubifreiðinni. Ökumaður hennar, sem er á þrítugsaldri, kvaðst hafa verið á 180 km hraða þegar hann ók fram úr þeim, en sá ekki að hann var að aka fram úr lögreglubifreið. Meira »

Skjálfti að stærð 3,5 í Bárðarbungu

08:29 Jarðskjálfti að stærð 3,5 varð rétt fyrir klukkan þrjú í nótt um 2,5 kílómetra suðaustur af öskjunni í Bárðarbungu. Samkvæmt náttúruvársérfræðingi á vakt hjá Veðurstofunni virðist þó enginn órói vera á svæðinu og engir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Virðist því hafa verið um stakan atburð. Meira »

Heiðraðar fyrir 25 ára starf

08:18 Í vikunni var starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sem starfað hefur þar í 25 ár venju samkvæmt veitt viðurkenning. Meira »

Jólapökkum fjölgar um 30% á milli ára

07:57 Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum, segir það ganga vel að koma jólapökkum og jólakortum á sína staði fyrir hátíðarnar. Meira »

Milt veður næstu daga

07:37 Hlýtt verður í veðri en stormasamt á köflum næstu daga og alveg fram til jóla, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.   Meira »

Handekinn fyrir húsbrot og líkamsárás

07:20 Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi var karlmaður handtekinn í Grafarvogi grunaður um húsbrot, heimilisofbeldi, líkamsárás, eignaspjöll, akstur undir áhrifum fíkniefna og aka sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Meira »

Með læknadóp á bar í Breiðholti

07:27 Um klukkan hálf eitt í nótt voru höfð afskipti af manni á bar í Breiðholti sem er grunaður um brot á lyfjalögum. Þegar lögreglumenn nálguðust manninn reyndi hann að henda frá sér poka sem innihélt lyfseðilsskyld lyf. Lögregla hefur áður haft afskipti af manninum vegna gruns um fíkniefnasölu. Meira »

Reynt til þrautar að ná saman

05:30 „Ég get nú ekki sagt að þetta sé farið að mjakast í rétta átt. Menn eru að kasta á milli sín hugmyndum. Það er alla vega verið að tala saman svo við skulum ekki alveg gefa þetta upp á bátinn.“ Meira »

Aukin útgjöld valda áhyggjum

05:30 Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir ASÍ hafa áhyggjur af tekjugrunni ríkisfjármálanna í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar. Meira »

Vísar kæru á Loga frá

05:30 Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur vísað frá kæru sem barst í haust og sneri að því að Logi Már Einarsson alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið dóttur sína á unglingsaldri með sér í kjörklefann á kjörstað á Akureyri þegar kosið var til Alþingis 27. október. Meira »

Fimm hótelíbúðir á 500 milljónir

05:30 Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna. Eigandi íbúðanna keypti hús á lóðinni árið 2005 fyrir 48 milljónir og byggði stærra hús á grunni þess gamla. Meira »

VSK á fjölmiðla lækki einnig

05:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist þess fullviss að strax á næsta ári muni virðisaukaskattur á bækur lækka. Meira »

Atvinnuþátttaka minnkar

05:30 Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur minni atvinnuþátttöku benda til að atvinnuleysi hafi náð lágmarki. Atvinnuleysi hafi aukist meðal erlendra ríkisborgara og mikill aðflutningur erlends vinnuafls náð hámarki. Meira »

Andlát: Leó Eiríkur Löve

05:30 Leó Eiríkur Löve hæstaréttarlögmaður lést 10. desember sl., 69 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 25. mars 1948, sonur Guðmundar Löve, kennara og síðar skrifstofumanns hjá SÍBS, og Rannveigar Ingveldar Eiríksdóttur, kennara við Melaskóla og síðar kennsluráðgjafa í Reykjanesumdæmi. Meira »

Velferðarmálin eru í brennidepli

05:30 Komið var fram á níunda tímann í gærkvöldi þegar fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Meira »

Ekkert samráð haft við íbúana

05:30 Einar Páll Svavarsson, íbúi í Mánatúni í Reykjavík, segir borgaryfirvöld ekki hafa tekið neitt tillit til gagnrýni íbúa í hverfinu á byggingu allt að 64 íbúða á lóðinni Borgartúni 24. Breyting á deiliskipulagi var auglýst í sumar. Skipulagssvæðið afmarkast af Samtúni, Borgartúni og Nóatúni. Meira »

Andlát: Arnbjörn Kristinsson

05:30 Arnbjörn Kristinsson, stofnandi og fv. forstjóri bókaútgáfunnar Setbergs, lést aðfaranótt miðvikudagsins 13. desember sl. á Vífilsstöðum, 92 ára að aldri. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
VOLVO V70
VOLVO V70 ÁRG. 2006, EINN EIGANDI, EK. AÐEINS 104 Þ. KM., 2,4L., 5 GÍRA, DÖKKT L...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
 
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...