Rafrettur hafa ruglað okkur í ríminu

Bandarísk kona reykir rafsígarettu.
Bandarísk kona reykir rafsígarettu. AFP

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir og sérfræðingur í heimilislækningum, telur að rafsígarettur hafi ruglað okkur í ríminu. Ekki sé allt sem sýnist varðandi hættuna sem stafar af þeim og að fordómarnir séu miklir í kringum þær.

Þetta kom fram í máli hans á fjölmennum morgunverðarfundi á Grand Hótel í morgun sem samtökin Náum áttum, sem er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál, boðuðu til. Yfirskrift fundarins var: Rafrettur og munntóbak – nýr lífsstíll eða óvægin markaðssetning?

Skaðleg áhrif ekki þekkt

Guðmundur benti á erlendar rannsóknir sem sýna að rafsígarettur séu 95% öruggari heilsu okkar en hefðbundnar sígarettur og að ekki séu efni til staðar í rafgufunni sem valdi heilsutjóni eða krabbameinsvaldandi áhrifum. Ekki séu þekkt skaðleg áhrif af innihaldi vökvans. Óljóst sé með skaðleg áhrif af einstaka bragðefni og því sé 5% fyrirvari á hættunni.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson á morgunverðarfundinum.
Guðmundur Karl Snæbjörnsson á morgunverðarfundinum. mbl.is/Ófeigur

Eiturefnin tekin út

Hann sagði að rafsígarettur væru ekki hollar og ekki fyr­ir þá sem ekki reykja en tók fram að þær væru miklu skaðlaus­ari en síga­rett­ur. Öll þau eiturefni sem eru í sígarettum sem drepa fólk hafi verið tekin út. Hann bætti við að samkvæmt sérfræðingum er nikótín álíka skaðlegt og kaffi .

Í fyrirlestrinum benti hann á niðurstöðu bandarískar rannsóknar sem sýnir að 4% barna í menntaskólum reykja sígarettur, 5,2% reykja sígarettur og rafrettur og 8,2% nota eingöngu rafrettur. Samkvæmt rannsókninni voru það 96% þeirra barna sem höfðu prófað rafrettu og sem ekki höfðu reykt, þau notuðu ekki nikótín í rafretturnar sínar. Augljóst mál væri að krakkarnir væru að leiðast frá hefðbundnum sígarettum með því að reykja frekar rafsígarettur.

Að sögn Guðmundar eru áhrif rafsígaretta þau að við losnum alfarið við reykingatengda sjúkdóma en afleiddur kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið vegna þeirra sjúkdóma er 40 milljarðar króna á ári.

90% geta ekki hætt að reykja

Lára G . Sigurðardóttir, læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélags Íslands, hélt einnig fyrirlestur á morgunverðarfundinum og voru hún og Guðmundur stundum á öndverðum meiði.

Í máli hennar kom fram að 38 rannsóknir hafi sýnt að reykingarmenn sem notuðu rafsígarettur voru 28% ólíklegri til að hætta að reykja, óháð því hvort þeir hefðu áhuga á því eða ekki. „Meira en 90% þeirra sem reyna að hætta að reykja með rafsígarettum tekst það ekki,“ sagði hún.

Lára sagði að rannsóknir hafi verið rangtúlkaðar í fjölmiðlum þar sem því hefur verið haldið fram að rafsígarettur valdi niðursveiflu í reykingum. Engin merki séu um að rafsígarettur tengist lækkun á tíðni daglegra reykinga.

Lára G. Sigurðardóttir (til vinstri) á fundinum í morgun.
Lára G. Sigurðardóttir (til vinstri) á fundinum í morgun. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Nikótín ekki skaðlaust

Hún bætti við að nikótín væri ekki skaðlaust eins og Guðmundur hélt fram. Þvert á móti sé það sterkt ávanabindandi eiturefni og sé flokkað þannig hjá Umhverfisstofnun. Dæmi um þetta er að fóstur móður sem neytir nikótíns í einhverju formi á meðgöngu geti orðið fyrir varanlegri þroskaskerðingu.

Sjö krabbameinsvaldandi efni

Hún benti á að samkvæmt bandarískri rannsókn hefðu tveir þriðju hlutar þeirra sem sögðust nota rafsígarettur einnig hafa reykt. Einnig nefndi hún að sjö krabbameinsvaldandi efni, ásamt öðrum skaðlegum efnum, hefðu fundist í rafsígarettum. Í þeim væri heldur engin vatnsgufa eins og ranglega hafi verið haldið fram og að nikótínmagnið í þeim væri oft meira en gefið sé upp. 

Fjölmennt var á Grand Hótel í morgun.
Fjölmennt var á Grand Hótel í morgun. mbl.is/Ófeigur

Líklegri til sígarettureykinga

„Það hefur verið sýnt fram á að þeir unglingar sem nota rafsígarettur eru líklegri til að leiðast út í sígarettureykingar,“ sagði Lára. „Rafsígaretturnar eru bissness. Rannsóknir sýna að ef unglingar sjá auglýsingar með þeim eru þeir líklegri til að byrja að prófa.“

Hún nefndi að tóbaksfyrirtækin hefðu fjárfest í rafsígarettuiðnaðinum og að fjárhæðir í sem fari í kaup á rafsígarettuauglýsingum hafi hátt í tuttugufaldast á þremur árum.

„Yngsta kynslóðin er auðveld bráð nikótínfíknarinnar,“ sagði hún.

Rafsígarettur eru tóbak

Í máli Láru kom einnig fram að ungum börnum stafi bráð hætta af nikótínvökvum. Barn sem drekki nikótínvökva geti farið í öndunarstopp og dáið.

Hún kvaðst  hafa heyrt það sagt að rafsígarettur séu ekki tóbak. Því sagðist hún ekki sammála og nefndi að rafsígarettur innihaldi nikótín sem sé unnið úr sömu laufum og tóbak.

Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. mbl.is/Ófeigur

Andi ekki að sér reyk frá rafsígarettum

Lára sagði mikilvægt að krafa sé gerð um gæðavottorð á innihaldi rafrettuvökva til að vernda neytendur svo hægt sé að vita hverjir selja hann og hvað sé í efni vökvanna. Þannig þurfi að leyfa sölu á nikótínvökvum undir ströngu eftirliti.

Hún vill að rafsígarettur falli undir tóbaksvarnarlög til að vernda börnin og þá sem hafa ekki áhuga á að anda að sér nikótíni og öðrum óæskilegum efnum frá rafsígarettum. Einnig þurfi að tryggja að börn og unglingar hafi ekki aðgang að rafsígarettum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Börkur NK með „feita og flotta síld“

05:30 Búið er að veiða um 47 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld á vertíðinni, samkvæmt yfirliti Fiskistofu. Þá eru óveidd um 54 þúsund tonn, en ágætlega hefur veiðst síðustu daga. Meira »

Furða sig á lyfjaútgáfu til barna

05:30 Formenn Barnageðlæknafélagsins og Barnalæknafélagsins furða sig báðir á tölum sem birtar eru á vef Landlæknisembættisins um lyfja- og geðlyfjaútgáfu fullorðinslyfja fyrir börn. Meira »

Skora á ráðamenn að tryggja úrbætur

00:03 Húsfyllir var á íbúafundi í Bæjarbíói í kvöld þar sem umferðaröryggi í og við Reykjanesbrautina var rætt. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að fundargestir hafi spurt margs, enda brautin fyrirferðamikið mannvirki og sem kljúfi bæjarfélagið þvert og endilangt. Meira »

Ítrekar fyrirspurn um yfirhylmingu kynferðisbrota

Í gær, 21:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ítrekað fyrirspurn sína til dómsmálaráðherra um viðurlög við því að hylma yfir kynferðisafbrot, en 15 virkra daga lögbundinn frestur til að svara fyrirspurninni er liðinn. Meira »

Þögnin rofin um allan heim

Í gær, 21:30 „Það sem er að gerast núna er að þetta er að vissu leyti endurtekning á byltingunni sem átti sér stað hér 2015,“ segir Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar. Að hennar mati má segja að #metoo byltingin sé í raun hnattvæðing þöggunarbyltingarinnar sem varð hér á landi árið 2015. Meira »

Senda meðmælendalistann til lögreglu

Í gær, 21:05 Meðmælendalista Íslensku þjóðfylkingarinnar vegna framboðs flokksins í Suðurkjördæmi verður vísað til lögreglu. Þetta staðfesti Ólafía Ingólfsdóttir, formaður kjörstjórnar Suðurkjördæmis, í samtali við mbl.is og sagði ákvörðunina hafa verið tekna á fundi yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis nú síðdegis. Meira »

Kjóstu til að komast í kosningapartý ársins

Í gær, 20:36 Til að komast i eitt flottasta kosningapartý landsins þarftu að kjósa. Og sanna það með sjálfu af sér á kjörstað.  Meira »

Segja meirihlutann misnota aðstöðu sína

Í gær, 20:45 Minnihlutinn í borgarstjórn gerir athugasemdir við bækling um húsnæðismál sem dreift var inn á öll heimili í Reykjavík í morgun. Vilja fulltrúar minnihlutans meina að meirihlutinn sé að misnota aðstöðu sína í aðdraganda alþingiskosninga til að kynna áherslur sínar í húsnæðismálum. Meira »

Frelsarinn á flöskum fyrir jólin

Í gær, 20:31 Frelsarinn, Almáttugur, Heims um bjór, Askasleikir og Hurðaskellir eru meðal þeirra bjórtegunda sem rata munu í hillur Vínbúðanna þann 15. nóvember. Koma jólabjórsins vekur jafnan mikla athygli. Fyrir þessi jóli verða rúmlega 40 tegundir í sölu og á ÁTVR von á að salan nemi milli 700-800.000 lítra. Meira »

Hef gaman af því að grúska

Í gær, 20:17 Ólafur Ragnarsson hefur haldið úti bloggsíðu um íslensk kaupskip síðan 2009. Á síðunni, Fragtskip Óla Ragg, sem finna má á slóðinni www.fragtskip.123.is, er að finna hafsjó af fróðleik. Meira »

Rafmagnslaust í Kópavogi

Í gær, 20:16 Rafmagn fór af stórum hluta Kópavogs, m.a. á Kársnessvæðinu um áttaleytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er um bilun í háspennulínu að ræða. Meira »

Síldarlýsi út á salatið?

Í gær, 19:58 Íslenski Sjávarklasinn bauð til viðburðarins „Matur & nýsköpun“ síðdegis. Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri klasans mætti í beinu framhaldi í Magasínið á K100 til að segja frá því nýjasta sem íslenskir matarfrumkvöðlar hafa verið að framleiða og þróa. Vörur sem nú eru komnar á markað. Meira »

Uppáhalds er undirspilið

Í gær, 19:45 „Stemningin var frábær. Fólk kunni lögin, söng með og fór að dansa og dilla sér. Þetta gerist ekki betra,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður. Nú um helgina var á Hótel Grímsborgum, sem er fyrir austan fjall, fyrsta skemmtunin í tónleikaröðinni Uppáhalds, þar sem flutt eru nokkur af lögum Gunnars sem Þorsteinn Eggertsson hefur gert texta við. Meira »

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Í gær, 19:10 Þær voru margar og fjölbreyttar starfsgreinarnar sem kynntar voru nemendum í 8. og 10. bekk grunnskólanna á Suðurnesjum í liðinni viku, samtals 108. Kynningin er mikilvæg til að auka starfsvitund og skerpa framtíðarsýn ungs fólks. Meira »

Í farbanni vegna gruns um smygl á fólki

Í gær, 18:40 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður sem grunaður er um smygl á fólki sæti farbanni allt til föstudagsins 10. nóvember næstkomandi. Við komu mannsins hingað til lands fundust á honum skilríki annars fólks, í tösku, sem hann sagðist svo ekki eiga. Meira »

Allar þjóðlendur á einu korti

Í gær, 19:35 „Þetta eru gögn sem við höfum safnað héðan og þaðan,“ segir Daði Björnsson, landfræðingur hjá Loftmyndum, um nýja þekju sem bætt hefur verið við kort fyrirtækisins á vefnum map.is. Þar má í fyrsta sinn sjá á einum stað upplýsingar um þjóðlendur landsins. Skotveiðimenn fagna kortinu. Meira »

Fríverslun forsenda farsældar Íslands

Í gær, 18:50 Forsenda þeirrar velmegunar sem Ísland hefur notið til þessa er fríverslun. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi Félags atvinnurekenda í morgun þar sem fjallað var um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sagði ráðherrann Ísland vera skólabókardæmi um mikilvægi fríverslunar. Meira »

Lögbannsmál geta tekið nokkrar vikur

Í gær, 18:35 Næsta skref í lögbannsmálinu er að Glitnir HoldCo fái útgefna réttarstefnu hjá héraðsdómi en frestur til að fá stefnu útgefna er vika. Engin gögn eru til um meðaltíma málsmeðferðar í lögbannsmálum. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Þarftu að leigja út atvinnuhúsnæði?
Leigjum út allar gerðir atvinnuhúsnæðis. Hafðu samband og við setjum málið í gan...
Renault Megan Classic 2008
Renault Megane 20007 - beinskiptur bensínbíll, ekinn um 96.000 km, vel við haldi...
VW POLO
TIL SÖLU ÞESSI FALLEGI VW POLO COMFORTLINE ÁRGERÐ 2011. BÍLLINN ER MEÐ 1400 VÉL ...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...