Enn unnið á meginhluta línuleiðarinnar

Borað eftir gufu á Þeistareykjum.
Borað eftir gufu á Þeistareykjum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Verktakar á vegum Landsnets halda áfram undirbúningi fyrir lagningu háspennulína frá Þeistareykjavirkjun á stórum köflum. Aðeins hluti framkvæmdanna var stöðvaður með ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Hins vegar hefur Landsnet ekki náð samningum við alla landeigendur Reykjahlíðar. Til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við Þeistareykjavirkjun og meginflutningskerfið hyggst Landsnet reisa tvær 220 kV háspennulínur, samtals um 62 km að lengd.

Athafnasvæðið á Bakka verður tengt við Þeistareykjavirkjun með byggingu um 29 km langrar línu sem liggur um sveitarfélögin Þingeyjarsveit og Norðurþing. Þar af eru 7,7 kílómetrar innan Þingeyjarsveitar. Framkvæmdir voru ekki hafnar þar og geta ekki hafist fyrr en deilan leysist, hvort heldur er með úrskurði nefndarinnar eða lögum frá Alþingi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert