Uppbygging í uppnámi

Frá Borgarnesi.
Frá Borgarnesi.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi breytingu á deiliskipulagi sem miðaði að uppbyggingu í miðbæ Borgarbyggðar.

Niðurstaða nefndarinnar byggir á því að byggingarmagn á tveimur lóðum hafi verið of mikið miðað við það sem tilgreint er að leyfilegt sé í aðalskipulagi.

Fyrirhugaðar framkvæmdir eru eitt stærsta uppbyggingarverkefni sem ráðist hefur verið í Borgarbyggð. Samkvæmt hinu fellda deiliskipulagi sem samþykkt hafði verið af bæjaryfirvöldum átti að rísa þar íbúðarbyggð, þjónustukjarni og hótel. Í Morgunblaðinu í dag segir  að framkvæmdir muni nú stöðvast og eftir standi nokkur hundruð fermetra hola.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert