Uppsagnir alltaf áfall

Í dag var 46 sagt upp hjá Arion banka.
Í dag var 46 sagt upp hjá Arion banka. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Uppsagnir eins og þær sem Arion banki tilkynnti í dag eru alltaf áfall, alveg sama hver á í hlut og óháð hvernig staðið er að þeim. Þetta segir Daníel Reynisson, Formaður trúnaðarmannaráðs Arion banka, í samtali við mbl.is. „Þetta er fyrst og fremst áfall fyrir hópinn og þá sem sagt var upp,“  segir hann.

Frétt mbl.is: Hópuppsögn hjá Arion banka

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) höfðu fundað með stjórnendum bankans vegna uppsagnanna og segir Daníel að þar hafi verið farið yfir ástæðurnar fyrir uppsögnunum. Segir Daníel að staðið hafi verið að uppsögnunum með eðlilegum hætti, ef hægt sé að tala um eðlilegt í tengslum við hópuppsagnir og reynt að gera þær sem mannúðlegastar.

Þannig segir hann að stjórnendur hafi kynnt uppsagnirnar á þann hátt fyrir trúnaðarmönnum að horft yrði til aðstæðna hvers og eins.

Aðspurður hvort uppsagnirnar hafi komið á óvart segir Daníel hópuppsagnir alltaf vera áfall.

mbl.is greindi frá uppsögnunum fyrr í dag, en 46 manns var sagt upp. Þar af störfuðu 27 í höfuðstöðvum bankans og 19 á öðrum starfsstöðvum. Flestum sem sagt var upp störfuðu á viðskiptabankasviði bankans.

Um síðustu mánaðarmót var tilkynnt um hálfsárs uppgjör bankans, en hagnaður hans nam 9,8 milljörðum samanborið við 19,3 milljarða hagnað á sama tíma árið á undan. Hösk­uld­ur H. Ólafs­son, banka­stjóri Ari­on banka, seg­ir af­kom­una vera und­ir vænt­ing­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert