Fjárframlög til framhaldsskóla dugi ekki til

Verk­mennta­skól­inn á Ak­ur­eyri á í fjár­hags­vanda líkt og fleiri fram­halds­skól­ar.
Verk­mennta­skól­inn á Ak­ur­eyri á í fjár­hags­vanda líkt og fleiri fram­halds­skól­ar. Ljósmynd/Akureyrarbær

Fjárhagsstaða framhaldsskóla í landinu er áhyggjuefni. Fjárframlög duga ekki til og því eiga margir framhaldsskólar í greiðsluerfiðleikum. Þetta kemur fram í nýrri ályktun frá stjórn Heimilis og skóla - landssamtaka.

Árið 2013 var dræm fjárhagsstaða framhaldsskólanna einnig til umræðu en þá kom fram að fjárframlög hefðu dregist saman um 12 milljarða króna frá árinu 2007. Auk þessir segir í ályktuninni að „kjarasamningar kennara hafi haft áhrif á rekstur framhaldsskólanna þar sem ekki var gert ráð fyrir þeirri viðbót í rekstrarreikningi skólanna.“

Frétt mbl.is: Stefnir í hallarekstur allra framhaldsskóla árið 2014

Að mati stjórnar Heimilis og skóla kalla breyttar forsendur á endurskoðun á reiknilíkaninu. Ef fram haldi sem horfi muni framhaldsskólar eiga í miklum erfiðleikum með að halda uppi lögbundinni þjónustu við nemendur sína. Á það sérstaklega við þá skóla sem bjóða upp á námsgreinar sem kalla á mikinn efniskostnað.

„Rekstur framhaldsskóla er samfélagslegt verkefni og ríkið hefur skyldur gagnvart nemendum,“ segir í ályktuninni. Heimili og skóli hvetja stjórnvöld til að leysa vandann í samvinnu við hluteigenda hið fyrsta, enda sé mikilvægt að gæta hagsmuna nemenda og fjölskyldna þeirra.

Frétt mbl.is: „Nám 1.100 nemenda sem liggur undir“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert