Hver grunnskólanemi kostar 1,7 milljónir

Útreikningurinn byggist meðal annars á ársreikningum liðins árs.
Útreikningurinn byggist meðal annars á ársreikningum liðins árs. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum árið 2016 er áætlaður 1.719.292 krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni, en þar segir að vegin meðalverðbreyting frá síðasta ári sé metin 4,1%, en þá reyndist kostnaðurinn vera 1.651.002 krónur.

Útreikningurinn, sem á við um alla grunnskóla sem reknir eru af sveitarfélögum, byggist á ársreikningum þeirra fyrir liðið ár, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga til þess dags sem útreikningur er gerður.

Þá taka verðlagsbreytingar mið af almennum launahækkunum starfsmanna grunn­skóla og breytingum á vísitölu neysluverðs að teknu tilliti til vægis hvors þáttar fyrir sig í rekstrarkostnaði grunnskólanna, að því er segir í tilkynningunni.

Nánar á vef Hagstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert