Nauðgunarmáli telst lokið

Hæstiréttur íslands.
Hæstiréttur íslands. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Ég held að þetta hafi legið fyrir allan tímann að þetta myndi fara svona,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður í samtali við mbl.is, en Vilhjálmur er verjandi eins sakborninganna sem sýknaðir voru í hæstarétti í dag vegna hópnauðgunarmáls.

Frétt mbl.is: Sýknaðir af ákæru um hópnauðgun

„Góður og vel rökstuddur héraðsdómur var staðfestur í Hæstarétti, þannig það kemur ekki á óvart,“ segir Vilhjálmur og er málinu því endanlega lokið hvað varðar umbjóðenda hans.

„Það var auðvitað hluti af dómnum ómerktur sem varðar nú fæsta sem að þarna voru ákærðir og það verður efnismeðferð í héraðsdómi á nýjan leik,“ segir Vilhjálmur. Þar á hann við meint brot eins sakborninganna á 194. grein laga, um að hafa tekið kynferðisathafnirnar upp á síma og eftir atvikum dreift því samkvæmt því er segir ákæru.

Frétt mbl.is: Vafi um sekt skýrður ákærðu í hag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert