Prestsetrið á ekki dúninn

Prestbústaðurinn að Staðastað.
Prestbústaðurinn að Staðastað. mbl.is/Sigurður Bogi

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Vesturlands þess efnis að öll hlunnindi af æðarvarpi í hólma í Hagavatni í Snæfellsbæ tilheyri jörðinni Haga en ekki kirkjujörðinni og prestsetrinu að Staðastað. Kirkjumálasjóður áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og vildi fá viðurkennt með dómi að þessu væru öfugt farið.

Frétt mbl.is: Kirkjan áfrýjar dúntekjumáli

Fram kemur í dómi Hæstaréttar að ekki verði ráðið af gögnum málsins að prestar á Staðastað hafi að staðaldri nýtt hlunnindi af æðarvarpi í hólmanum, sem Kirkjumálasjóður segir að heiti Gamli-Hólmi en landeigandi Haga að heiti Hagacvatnshólmi, fyrr en eftir 1973. Þegar Þjóðskrá Íslands hafi ákveðið 2011 að skrá dúntekjuhlunnindin á jörð landeigandans. 

„Óslitið eignarhald hefur verið skýrt svo að sá sem telur sig hafa öðlast eignarréttindi fyrir hefð þurfi að hafa haft svo víðtæk ráð eignar að þau bendi til eignarréttar og jafnframt hafi hann útilokað aðra frá því að ráða yfir eigninni. Með óslitnu eignarhaldi er einnig átt við að ekki megi hafa orðið verulegt eða óeðlilegt hlé á umráðum þess sem telur til hefðar.“

Þannig væri skilyrði laga um 40 ára óslitið eignarhald ekki uppfyllt að mati Hæstaréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert