Raflínufrumvarpið keyrt í gegn fyrir þinglok

Ekki verður framkvæmt nýtt umhverfismat vegna lagningar raflínanna eins og …
Ekki verður framkvæmt nýtt umhverfismat vegna lagningar raflínanna eins og Landsvernd lagði til. mbl.is/Helgi Bjarnason

Meirihluti atvinnuveganefndar samþykkti í morgun að frum­varp um heim­ild fyr­ir Landsnet til að reisa og reka raflín­ur milli Þeistareykja­virkj­un­ar og iðnaðarsvæðis­ins á Bakka verði lagt fyrir alþingi fyrir þinglok.  

Land­vernd hafði farið fram á við Skipu­lags­stofn­un að unnið yrði nýtt um­hverf­is­mat í ljósi breyttra forsenda þannig að ekki þyrfti jafn um­fangs­mikl­ar og stór­ar raflín­ur til að anna raf­orku­flutn­ingi. 

Frétt mbl.is: Fer fram á nýtt um­hverf­is­mat raflínu frá Kröflu að Bakka

Frétt mbl.is: Samþykktu frum­varp um raflín­ur að Bakka

„Við styðjum að frumvarpið verði afgreitt á þinginu eins og það kemur fyrir og við erum ekki að gera neinar breytingatillögur í veigamiklum atriðum. Nefnaráliti meirihlutans verður dreift í dag en minnihlutinn mun gefa út sérálit,“ sagði Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar í samtali við mbl.is eftir nefndarfundinn. 

Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála er með til um­fjöll­un­ar kæru Land­vernd­ar vegna út­gáfu fram­kvæmda­leyfa sveit­ar­fé­laga fyr­ir lagn­ingu raflínanna. Jón segir að lögin sem vísað er til í kærunni hafi ekki verið samin til að koma í veg fyrir framkvæmdir með þessum hætti. 

„Náttúruverndarlög sem eru til skoðunar hjá úrskurðarnefnd umhverfismála voru sett árið 2015 en meining löggjafans var ekki að lögin yrðu til að stöðva framkvæmdir sem hafa hlotið öll tilskyld leyfi í löngu ferli.“

Spurður hvort frumvarpið verði afgreitt fyrir þinglok svaraði Jón með fullri vissu. 

Já, engin spurning.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert