Skjálftahrinur í Kötlu

Katla í Mýrdalsjökli.
Katla í Mýrdalsjökli. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Veðurstofan mældi um 50 smáskjálfta sunnarlega í Kötluöskjunni í dag. Virknin tók kipp í nótt og var töluverð upp úr hádegi.

Flestir skjálftanna er um 2,3 stig með grunn upptök og eru líklega tengdir undirliggjandi jarðhitavirkni. 

Gunnar B. Guðmundsson hjá Veðurstofunni segir að fjöldi skjálftanna sé óvenjulegur en engin merku séu um gosvirkni og aukin rafleiðni í Múlakvísl renni stoðum undir að jarðhitavirkni sé meginorsökin. Undanfarið hafi verið mikil virkni í öskjunni, sérstaklega síðla sumars en síðastliðinn mánudag var mældur skjálfti upp á 3,9 stig í Mýrdalsjökli. 

Skjálfti upp á 3,9 stig mældist í Mýrdalsjökli á mánudag en skjálfta­hrina hófst í Mý­dals­jökli 29. ág­úst og mæld­ust tveir skjálft­ar um 4,5 að stærð í norður­hluta Kötlu­öskj­unn­ar. Þeir eru stærstu skjálft­ar sem mælst hafa í Kötlu frá ár­inu 1977.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert