Teknir við flóttatilraunir

Athafnasvæði Eimskipa í Sundahöfn
Athafnasvæði Eimskipa í Sundahöfn mbl.is/Árni Sæberg

Frá því í vor hafa hælisleitendur gert sjö tilraunir til að komast um borð í flutningaskip Eimskips sem leið eiga vestur um haf.

Samanlagt hafa 18 manns verið að verki, en þar af hafa 16 verið handteknir á athafnasvæði Eimskips en tveir komust á undan á hlaupum. Dæmi eru um að sömu hælisleitendur reyni þetta ítrekað.

„Við höfum klárlega orðið vör við kipp í þessu í sumar, sem má væntanlega rekja til fjölgunar hælisleitenda hér á landi,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Síðasta tilraunin við athafnasvæði Eimskips var gerð 17. ágúst sl. en Ólafur segir að þar til í vor hafi engin mál komið upp mánuðum saman. Í kjölfar tíðra flóttatilrauna í ársbyrjun 2010 herti Eimskip eftirlit til muna og setti upp tugi öryggismyndavéla í Sundahöfn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert