Unnið úr þremur umsóknum

Egilsstaðaflugvöllur.
Egilsstaðaflugvöllur. mbl.is/RAX

Flugþróunarsjóður vinnur nú úr þremur umsóknum um styrki til þróunar nýrra flugleiða til landsins og stuðnings við markaðsstarf til að gera það mögulegt.

Umsóknirnar komu eftir auglýsingu í vor og eru frá tveimur flugfélögum, að sögn Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra flugvallasviðs Isavia, sem á sæti í stjórn sjóðsins.

Flugþróunarsjóði er ætlað að stuðla að dreifingu ferðafólks um landið með beinu áætlunaflugi til Akureyrarflugvallar og Egilsstaðaflugvallar. Jón Karl segir að það sé mikil ákvörðun hjá flugfélagi að ákveða nýjan áfangastað og þurfi að skoða vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert