Vafi um sekt skýrður ákærðu í hag

Hæstiréttur íslands kvað upp dóm sinn í málinu í dag, …
Hæstiréttur íslands kvað upp dóm sinn í málinu í dag, rúmum tveimur árum eftir atvikið. mbl.is/Þórður

Hæstiréttur féllst ekki á kröfu ákæruvaldsins um að ómerkja bæri dóm Héraðsdóms í máli þar sem fimm piltar voru sýknaðir af ákæru um hópnauðgun, en þess hafði ákæruvaldið krafist á þeim grunni að samningu dómsins hefði verið áfátt.

Var niðurstaða héraðsdóms staðfest að mestu leyti, „með hliðsjón af þeirri meginreglu að allan vafa um sekt ákærða eigi að skýra honum í hag,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dómi Hæstaréttar, sem féll fyrr í dag.

Frétt mbl.is: Sýknaðir af ákæru um hópnauðgun

Hæstiréttur taldi að í dómi Héraðsdóms hefði verið tekin rökstudd afstaða til þess, hvað teldist sannað í þeim þætti málsins sem varðaði hina ætluðu nauðgun, og hvað ekki. Var sama talið gilda um þátt eins piltanna, við myndun kynmakanna sem fram fóru.

Hæstiréttur taldi frásögn piltsins fjarstæðukennda.
Hæstiréttur taldi frásögn piltsins fjarstæðukennda. mbl.is/Eggert

Frásögn piltsins fjarstæðukennd

Á hinn bóginn, að því er segir í Hæstarétti, var frásögn piltsins um að einhver, sem hann gat ekki nafngreint, hefði tekið farsíma hans ófrjálsri hendi og sýnt nokkrum samnemendum myndefnið, talin fjarstæðukennd.

Leit Hæstiréttur þá svo á, að nægar líkur hefðu verið leiddar að því að mat meirihluta fjölskipaðs Héraðsdóms, á sönnunargildi framburðar piltsins og tiltekinna vitna, kynni að vera rangt hvað varðaði úrlausn sakargifta á hendur honum í þessum lið ákærunnar.

Var sá hluti dómsins því ómerktur og þeim þætti málsins vísað aftur í hérað, til meðferðar og dómslagningar að nýju.

Sýknaður af nauðgun á baðherbergi

Piltarnir fimm voru því sýknaðir af því „að hafa í félagi í svefnherbergi íbúðar haft margs konar kynferðismök við A með því að beita hana ofbeldi og annars konar ólögmætri nauðung.“

Þá var einn piltanna sömuleiðis sýknaður af því að hafa í beinu framhaldi af þessu haft kynmök við stúlkuna á baðherbergi í sömu íbúð, gegn vilja hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert