Auka þarf vöktun sjókvíaeldis

Mikill uppgangur hefur verið í sjókvíaeldi á Vestfjörðum.
Mikill uppgangur hefur verið í sjókvíaeldi á Vestfjörðum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Skipulagsstofnun telur að helstu neikvæðu áhrif aukins laxeldis Fjarðalax og tilkoma Arctic Sea Farm í Patreksfirði og Tálknafirði muni felast í áhrifum á fisksjúkdóma, laxalús, náttúrulega stofna laxfiska og botndýralíf.

Hún telur að setja þurfi skilyrði við útgáfu leyfa fyrir framkvæmdinni. Í áliti stofnunarinnar vegna mats á umhverfisáhrifum eldisins kemur fram að aukin hætta sé á að sjúkdómar og laxalús berist frá eldinu í villta stofna, einkum sjóbirting sem dvelur í sjó í Patreksfirði og Tálknafirði hluta úr ári.

Einnig aukist hættan á að lax sleppi úr kvíum og áhrifa þess gæti utan Patreksfjarðarflóa með tilheyrandi hættu á að eldislax blandist villtum laxastofnum. Tekið er fram að eldissvæðin í Patreksfirði og Tálknafirði séu í meira en 100 km fjarlægð frá næstu ám sem hafi reglulega skráða laxveiði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert