Auglýst deiliskipulag fyrir 390 stúdentaíbúðir

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samþykkt var að auglýsa deiliskipulag fyrir 390 nýjar stúdentaíbúðir á svæði Háskóla Íslands í borgarráði Reykjavíkur í gær. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá þessu í vikulegum pistli sínum sem hann birti í dag og vonast borgarstjóri til að íbúðirnar komist hratt í uppbyggingu.

Í auglýsingu um breytt deiliskipulag á lóð Háskólans í Reykjavík í borgarráði í gær er gert ráð fyrir 390 stúdentaíbúðum sem er fjölgun um 40 íbúðir frá fyrri áformum en á svæði Háskóla Íslands var nýlega samþykkt deiliskipulag sem gefur kost á rúmlega tvö hundruð nýjum íbúðum og þá eru fleiri í undirbúningi.  

„Mikill skortur er á stúdentaíbúðum og mikilvægt að bregðast hratt við því. Þess vegna vinnur borgin að því að fjölga þeim hratt í samvinnu við skólana og námsmannahreyfingarnar,“ segir meðal annars í pistli borgarstjóra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert