Huginn hefur titilvörnina með látum

Íslandsmeistarinn Jóhann Hjartarson teflir fyrir Bolvíkinga.
Íslandsmeistarinn Jóhann Hjartarson teflir fyrir Bolvíkinga.

Íslandsmót skákfélaga hófst í gærkvöld þegar fyrsta deild Íslandsmótsins hófst. Íslandsmeistarar Skákfélagsins Hugins hófu titilvörnina með miklum látum þegar þeir unnu stórsigur á Skákfélagi Akureyrar 7½-½. Halldór Brynjar Halldórsson (SA) gerði jafntefli við stórmeistarann Helga Ólafsson (Hugin) á öðru borði.

Taflfélag Reykjavíkur vann öruggan sigur, 6-2, á Víkingaklúbbnum sem stillir upp fjórum erlendum skákmönnum. Þar unnu Taflfélagsmenn fjórar skákir en jafn mörgum skákum lauk með jafntefli. Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson,  vann þar góðan sigur á pólska stórmeistaranum Artur Jakubiec.

Skákdeild Fjölnis, sem er á heimavelli í Rimaskóla, lagði Skákfélag Reyknesinga örugglega að velli 6½-1½. 

Talfélag Bolungarvíkur vann Skákdeild KR 5-3 í spennandi viðureign, samkvæmt tilkynningu.

Í uppgjör b-liða Taflfélags Reykjavíkur og Skákfélagsins Hugins höfðu Taflfélagsmenn betur 4½-3½. Athyglisverð úrslit í ljósi að Huginsmenn voru stigahærri á öllum borðum. Gauti Páll Jónsson (TR) vann þar Lenku Ptácníková (Hugin) stórmeistara kvenna.

Mótinu verður framhaldið í dag og hefst taflmennskan kl. 20. Þá hefjast einnig deildir 2-4. Kátt verður þá í Rimaskóla en alls munu á fjórða hundruð skákmenn sitja að tafli.  Á Íslandsmóti skákfélaga er kynslóðarbilið brúað en keppendur á mótinu eru á aldursbilinu 6-83 ára. 

Fjölnismennirnir Héðinn Steingrímsson og Robert Ris.
Fjölnismennirnir Héðinn Steingrímsson og Robert Ris.
Huginsmennirnir og stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Hannes Hlífar Stefánsson.
Huginsmennirnir og stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Hannes Hlífar Stefánsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert