Línufrumvarp verði samþykkt

Frá Þeistareykjum.
Frá Þeistareykjum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að úrskurðir í kærumálum vegna línulagna frá Þeistareykjavirkjun verði hugsanlega kveðnir upp 10. til 14. október en bendir jafnframt á að það gæti dregist.

Kemur það fram í svari við erindi atvinnuveganefndar Alþingis. Meirihluti nefndarinnar leggur til að frumvarp iðnaðarráðherra til laga um heimild fyrir Landsnet að leggja línurnar verði samþykkt, efnislega óbreytt.

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, bendir á að svar úrskurðarnefndarinnar sé ekki afdráttarlaust. Mjög sé farið að þrengja að framkvæmdinni. Reiknað sé með að ekki verði hægt að vinna við undirbúning raflína nema fram í miðjan desember vegna veðurs og ekki hægt að byrja aftur fyrr en í maí eða jafnvel júní. Því sé hver dagur dýrmætur í framkvæmdum til að hægt sé að standast áætlanir sem samið hafi verið um.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert