Sólheimajökulsvegi lokað

Sólheimajökull.
Sólheimajökull. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglan á Suðurlandi hefur lokað fyrir umferð á vegi 221 við Sólheimajökul. Greint var frá þessu á Facebook-síðu embættisins nú fyrir stuttu en ákvörðunin var tekin í ljósi yfirstandandi skjálftahrinu í Mýrdalsjökli.

Sólheimajökull er vinsæll viðkomustaður ferðamanna, en samkvæmt nýlegri meistararitgerð sem mbl.is sagði frá og fjallar um aukna hættu sem steðja að vax­andi fjölda ferðamanna við Sól­heima­jök­ul vegna flóða hefur fólk sem sækir á jökulinn aðeins um 30 mínútur til að forða sér komi til flóðs undan jöklinum.

Kristín Jónsdóttir, fag­stjóri jarðvár hjá Veðurstofu Íslands, sagði fyrr í dag að vísindamenn fylgjast með mögulegu hlaupi niður Múlakvísl eða Jökulsá á Sólheimasandi vegna yfirstandandi óróleika í Kötlu. Jökulsáin rennur undan jökulsporðinum þar sem vinsælt er að ferðamenn fari í göngu á jökulinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert