Þingstörf halda áfram eftir helgi

Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis.
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er ljóst mál að við náum ekki að standast starfsáætlun eins og blasað hefur við undanfarna daga,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, en þingfundir halda áfram á mánudag kl. 10.30.

Ekki verður fundað í dag né um helgina vegna flokksfunda Vinstri grænna og Framsóknarflokksins.

Dagskrá þingsins í næstu viku verður með sama sniði og verið hefur en ekki er enn farið að sjá fram á lokadag þingsins, að sögn Einars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert